Hljómlistin - 01.04.1913, Blaðsíða 6

Hljómlistin - 01.04.1913, Blaðsíða 6
52 HLJÓMLISTIN en kirkjustýll er þó minni á sálmnm lians og líkjast þeir því meira miðalda kvæða kveðskap en andlegum sálmum. Það hefir verið fundið þeim til foráttu, eldri sálma- skáldum vorum, að sálmar þeirra séu ekki gerðir af vandvirkni, þá vanti fegurð alla, þýðleik og rím, og jafnvel stundum sé mál- inu misboðið. Pessu verður ekki neitað, en svo var víðar en hjá oss. í þýðingum var alstaðar regla, að fara svo nærri frumtext- anum sem mögulegt var, og þýða orð fyrir orð, svo meðferð efnisins haggaðist ekki úr skorðum; rímið varð allstaðar að víkja fyrir efninu og sálmurinn að vera auðskilinn ó- mentuðu fólki og sem líkastur óbundnu máli, enda finst ekki rím í hinum elztu söngum og vilja margir lialda því fram, að söngurinn hafi skapað rímið í kvæðum fornskáldanna. þegar liinar fyrslu söngbækur voru orðnar eign safnaðanna, fóru brátt að koma fleiri þýðingar af útlendum sálmum, einkum þýsk- um, nokkrir voru og þýddir eftir latínu og fáeinir frumkveðnir. Venja var að þýða sálmana eftir því máli, sem þeir voru frum- ortir á. Einkum eru það fjórir prestar, sem mest kveður að sem sálmaskáldum hjá oss á síðari hluta 16. aldar og fram yfir alda- mótin næstu og eru þar þeir nafnarnir: síra Olafur Guðmundsson á Sauðanesi (1537 — 1608) og síra Olafur Jónsson á Söndum (1560—1627), síra Jón Porsteinsson, píslar- vottur (f. nál. 1575, d. 1627) og síra Einar Sigurðsson í Eydölum (1538—1626). Allir þóttu þeir vera afbragðs skáld á sínum tíma en einkum þó síra Olafur á Söndum og síra Einar í Eydölum, sem með réttu mega heita beztu skáld 16. aldarinnar í hinum nýrri sið. Síra Einar er þó nafnkunnastur þessara presta og varð hann einhver hinn kynsælasti maður liér á landi og munu það nú vera færri skáld landsins, sem ekki geta rakið ætt sina til lians. Sonur lians var síra Olafur í Kirkju- bæ (d. 1651) faðir síra Stefáns í Valianesi. Telja má og til 16. aldar sálmaskálda Bjarna Jónsson, er alment var kallaður Hásafells Bjarni. Að vísu eru ekki margir sálmar til eftir liann, en þeir sem honum finnast eign- aðir eru h'ka perlur, eins og t. d. »Heyr mín hljóðcc og »Gæzkuríkasti græðari minn«, sem báðir eru frumortir, en þó er víst að síðari sálmurinn er ekki ortur fyrri en eftir 1600, því lagið, sem telja má víst að sé eftir Philip Nicolai, prest í Hamborg, þekkist ekki fyrri en 1599 að það er fyrst prentað í »Freuden Spiegel des ewigen Lebens«, bls. 409; þar er og lagið: »Vakna, Síons verðir kalla«, eftir sama höfund, og hafa þessi tvö lög lians verið kölluð konungur og drotning sálma- laganna. Um æfi Húsafells Bjarna vita menn lítið annað en það, að hann varð fjörgamall og lifði fram um 1620. Þótt sálmakveðskapurinn næði mestum þroska á 17. öldinni bæði hér og erlendis, var hann þó vel undirbúinn á 16. öldinni. Þá voru siðaskiftaskáldin uppi á Þýzkalandi, og er Lúter þeirra fremstur (1483—1546) þó ekki séu til eftir liann nema 38 sálmar og Ijóð, sem hann ýmist hefir frumort eða þýll úr gömlum latínskum Ijóðum. Lögin heíir liann valið sjálfur við ílesta sálma sína, en ekki eru þau eflir hann nema í hæsta lagi þrjú, og eru það lögin: »Vér trúum allir á einn guð«, »Esajas spámann öðlaðisl að fá« og »Óvinnanleg horg er vor guð«. Öll eru lög þessi í grallaranum, og lleslir sálmar hans þýddir þar og í Hólasálmabókunum. Af öðrum helzlu sálmaskáldum Þjóðverja, sem uppi voru á 16. öldinni, og vér eigum sálma eflir í íslenzkum þýðingum, nefnum vér hér nokkra, og eru það þá fyrst vinir Lúters og Iútersku kirkjunnar: Páll Speratus (1484 — 1554) orti sálminn »Jesú Kristi, þig kalla’ eg á«, o. II. — Justus Jonas (1493—1555), »Ef guð er oss ei sjálfur lijá«. — Lazarus Spen- gler (1479—1534), »Náttúran öll og eðli manns«. -— Elísabet Creutziger (d. 1558), »Jesús guðsson eingetinn«. — Ilans Sachs (1494 —1576), ágætur söngtnaður og tónskáld orli sálminn: »Mitt lijarta hvar til hryggist þú«, og marga íleiri. — Joh. Schneesing (d. 1567), »Á þig alleina Jesú Krist. — Niko- laus Decius (d. 1541); hann var tónskáld

x

Hljómlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.