Í uppnámi - 01.06.1901, Blaðsíða 32

Í uppnámi - 01.06.1901, Blaðsíða 32
Auk þeirra hafa þessir íslendingar verið í þeim skákklúbb: Geoege Benson, JoHN JuLIUS Og Ol/IVEE DjUBHUS. — Hið alþekkta Reykjavíkur-blað “Fjallkonan” varð, eins og lesendur vorir munu muna, fyrst af öllum íslenzkum blöðum til þess að birta skák- dæmi. Það gleður oss að geta skýrt frá því, að blaðið hefur nú aptur byrjað á þessu og birtir á hverri viku skákdæmi (taflraunir kallar hún það) og hafa komið tvö skákdæmi samin af meðlimum Taflfðlags Reykja- víkur. Yér vonumst til, að þessu verði lengi haldið áfram. Góður skák- dálkur, vel útgefinn, er kæmi á reglulegum tímum, væri öllum taflmönnum í landinu kærkominn. —Til þess að taka það fram, að einhver skákmaður sé í bættu staddur eða hafi verið leikið á reit, þar sem mótstöðumaðurinn geti tekið hann, nota Englendingar, Þjóðverjar, ítalir, Hollendingar og aðrar þjóðir franska talsháttinn “en prise.” Þannig segja t. d. Englendingar: “White has put his rook en prise’’; “his queen is en prise.” Engar af þjóðum þeim, er nú voru nefndar, eiga á þeirra eigin máli orðatiltæki, er tekur þetta fram, og hafa því orðið að taka upp hinn franska talshátt. Það er því næsta merkilegt bæði fyrir skáksöguna islenzku og fyrir málfræðina, að íslenzkan hefur í margar aldir átt orðatiltæki, sem tekur mjög skýrt fram þetta atvik í skáktafli. Dr. Guðbrandur Vigfússon skýrir það þannig í sinni islenzk- ensku orðabók (Cleasby) undir orðinu uppnám: “a chess term; tefla í uppnám, to expose á piece so that it can be taken; hence the phrase, vera í uppnámi.” Þessi skák-talsháttur hefur verið notaður þegar á 13. öld eins og sjá má af Sturlunga sögu (Kh.-útg. 1817—1820. III. bls. 123., Oxford-útg. 1878. II. bls. 105. — “vildi Sámr bera aptr riddara er hann hafði teflt i uppnám.”), og má þvi vel vera, að hið islenzka orðatiltæki sé eldra en samsvarandi orðatiltæki í öðrum nútiðarmálum. En talsháttur þessi, sem nú er yfir 600 ára gamall, er nægileg sönnun fyrir, að skáktafl hefur tíðkast mjög fyr á öldum á Islandi og Islendingum hafi geðjazt mjög að þvi. —Islenzkan er og vel sett að þvi er annað skákorð snertir. Orðið “gam- bit”, sem mikið er brúkað i skákmáli, er komið af ítalska orðinu “gam- betto” (orð leitt af gamba, fótur), sem þýðir bragð eða aðferð sú i glímu, er virðist hagkvæm mótstöðumanninum. En íslenzkan á einmitt orð (bragð), sem hefur alveg sömu þýðingu og hið italska gambetto, og þess vegna þarf eigi að taka útlenda orðið “gambit” upp í islenzkuna. Hins vegar vantar i islenzkuna nokkur skákorð, sem mjög opt koma fyrir í útlendum málum, og er því nauðsynlegt annaðhvort að taka upp útlendu orðin eða mynda ný orð; mönnum kann ef til vill i fyrstu ekki að geðjast að þeim nýyrðum, sem brúkuð eru í tímariti þessu; en vér höfum leitazt við að velja þau þannig, að þau tækju sem bezt fram það, sem tákna á með þeim og vonumst vér til, að menn venjist þeim vel, er til lengdar

x

Í uppnámi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Í uppnámi
https://timarit.is/publication/436

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.