Iðunn - 01.01.1884, Page 33

Iðunn - 01.01.1884, Page 33
Sigrún A Sunnuhvoli. 27 bros á vörum þegar hún talaði, og snemma var það mál manna, að inndælt væri að verða fyrir því brosi. Ingiríðr var lægri, en þrekvaxnari, var enn bjartari á hár, smáfeld í andliti, þykkleit en sléttleit. J?or- björn var meðalmaðr á vöxt og harðla vel vaxinn, svarthærðr, með dimmblá augu, andlitsskarpr og þreklega limaðr. þegar móðrinn var á honum, var hann sjálfr vanr að segja, að hann væri eins vel læs og skrifandi eins og barnakennarinn, og engan mann kvaðst hann óttast þar í dalnum — nemaföðr sinn, hugsaði hann með sér; en um það gat hann ekki. þorbjörn vildi snemma láta ferma sig, en af því varð þó ekki; «meðan þú ert ófermdr, ertu eins og annar krakki, og þá á ég hægra með að ráða við þig», sagði faðir hans. Svona atvikaðist það, að hann og Sigrún og Ingiríðr géngu öll til prestsins í einu. það hafði líka verið dregið að ferma Sigrúnu; hún var nú fimmtán ára, á því sextánda. «Maðr kann aldrei fullnóg, þegar maðr á að staðfesta guði heit sitt,» hafði móðir hennar alt af sagt, og faðir hennar, Guttormr á Sunnuhvoli, hafði verið á sama máli. það kom sér því ekki sem þægilegast, að tveir biðlar fóru að festa augastað á Sigrúnu, annar heldri manns sonr, en hinn nábúi þeirra auðugr. «Nei, þetta er alveg fráleitt ! og hún er ekki staðfest enn þá stúlk- an !» — «Ja, það er þá ekki annað fyrir, en að við Verðum að láta fermahana,» sagði faðir hennar. Ekki vissi Sigrún sjálf neitt af þessu. A prestsetrinu leizt kvennþjóðinni svo vel á ^igrúnu, að þær buðu henni inn, til að tala við hana. l’au systkinin stóðu eftir úti hjá hinum börnunum, °g sagði þá einn af drengjunum við þorbjörn : «Svo þér var ekki hleypt inn með henni ? Jpað tekr hana

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.