Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 89

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1931, Page 89
ÍIÐUNN Bækur. 399 löngu áður var frægð hans grunnmúruð orðin í öðrum álfum heims. En síðan Upton Sinclair fór að fá áheyrn heimsins, hefir ritmenska hans tekið eigi all-litlum breytingum. Fyrir pykk eyru verður að hrópa hátt. Og framan af ritferli Sinclairs er á honum ótvíræður norrænn víkingabragur, þar sem liann geysist fram, blóðugur 1il axla, bítur í skjaldarrendur og öskrar í eyru heimsins allar þær svívirðingar auðvalds- ins ameríska, sem vakið hafa viðbjóð hans og reiði. Fyrir ofsa ádeilunnar verður alt annað að víkja. Og því er það, að er við lesum bækur eins og „The Jungle“, þar sem flett er ofan af ósvinnum þeim, er við gengust i sláturhúsunum í Chicago, þá rekur oss að vísu í rogastanz yfir krafti árós- arinnar, en um leið finst oss ef til vill nokkuð á skorta að fullnægt sé þeim listrænu kröfum, sem við erum vanir að gera til skáldsögu. Á seinni árum gerist þess ekki þörf fyrir Sinclair að rífa sig upj) úr öllu valdi. Hann veit, að það er hlustað á hann án þess. Og með því hafa bækur hans orðið rólegri, l>reið- ari og — betri. Hafi hann áður gengið til orustu vopnaður þungri gaddakylfu, vegur hann nú með sárbeitlu sverði. Pví það er ekki svo, að hann hafi slakað á kröfunum eða taki nú þyrmilegar ó mannfélagsmeinunum en áður. En nú veit hann, að efnið sjálft — sjálfir atburðirnir, sem hann velur til frásagnar, tala nægilega skýru máli, þótt höf. gangi ekki fram fyrir skjöldu og öskri sig hásan til að vekja athygli á þeim. Svo gefst honum betra tóm til að sinna kröfum listar- innar. Með hverri nýrri bók, sem frá honum kemur, treystir hann grunnmúr sinna róttæku skoðana og hvessir örvar sinnar hlífðarlausu ádeilu. En jafnframt leggur hann meiri og meiri rækt við skapgerðir persóna sinna, skygnist æ dýpra í feálarlíf þeirra. Og mun hann þó aldrei kafa undir- djúp mannssálarinnar á Ibsens vísu eða Dostojewskis. Slíkt skoðar hann sennilega aldrei sem hlutverk sitt. Bardagamaður er Upton Sinclair fyrst og fremst. Sem skáld færist hann stöðugt í aukana. Höfuðrit sín, þau, er lengst munu halda á lofti nafni hans, hefir hann skrifað á seinni árum. Nýlega komst ritdómari einn svo að orði um hann, að síðasta bók hans væri ávalt sú bezta. „Jinnnie Higgins", sem Bókmentafélag jafnaðarmanna hef-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.