Kirkjuritið - 01.06.1938, Page 40

Kirkjuritið - 01.06.1938, Page 40
254 Erlendar fréttir. .Túni. En nú er l)ó von uni það, að fullur friður og sættir komist á, því að páfinn vægir til og fellur frá sáttmalanum. Frá norsku kirkjunni. Biskuparnir í Noregi leggja nú mikla áherzlu á það, að kon- um verði falin meiri og fieiri störf innan kirkjunnar, boðun orðsins, sálgæzla, líknarstörf og — undir vissum kringumstæð- um — sakramentisþjónustu. Undir l>essi störf telja þeir nauð- synlegan mikinn undirbúning, guðfræðimentun og æfingu i verki. Þeir sækja mál þetta fast, og er óskandi, að það nái fram að ganga. Karl Vold og bókstafsinnblástur Biblíunnar. Karl Vold prófessor við Safnaðaskólann norska hefir nýlega lýst í btaðagrein skoðun sinni á þeirri kenningu, að Guð hafi með anda sinum sagt höfundum Biblíunnar fyrir orðrétt, hvað þeir skyldu skrifa. Hann kveður kenninguna ósanna og hald- lausa fyrir hvern þann mann, er vilji sjá og stingi ekki kollin- um í kjarrið eins og strúturinn. Kenningin varpi rýrð á Bibli- una og dýrð Guðs. Vonandi er, að þessi skoðun prófessorsins haldi velli við Safnaðaskólann. Kristindómsáhugi á Norðurlöndum er nú talinn fara vaxandi. Því til rökstuðnings nefna menn það, að tala altarisgesta eykst mjög sumstaðar (í Osló hefir hún t. d. tvöfaldast 10 árin síðustu) og „borgaralega fermingin" svo kallaða verður algerlega að boka fyrir kirkjufermingunni. A. G. Próf. Emanuel Linderholm. Mest umdeildi maðurinn i sænsku kirkjunni um langt skeið, E. Linderholm, lézt i ágúst s. I. Hann var Smálendingur að ætt, af fátæku foreldri, og átti mjög erfitt uppdráttar í æsku. E. Linderholm var mörg ár prófessor í kirkjusögu við háskólann í Uppsölum og naut mikils álits, sakir lærdóms síns i þeirri grein. Um trúarskoðanir hans stóð altaf mikill styr. Miklum meiri hluta sænskra presta og kirkjumanna þótli hann ganga of langt í skynsemistrúaráttina. Hann mætti harðri gagn- rýni, sem hann svaraði oft hranalega, þvi að liann hafði hverj- um manni hvassari penna og var enginn skapstillingarmaður. Prófessor Linderholm skrifaði allmörg rit. Af þeim hefur að- eins eitt verið íslenzkað: Frá kreddutrúnni til fagnaðarerindis- ins (Iðunn, Ág. H. Bj., 7. árg.). 1929 stofnaði hann félag í Svíþjóð til þess að efla frjálslyndan kristindóm meðal landa sinna (Sveriges Religiösa Reformför-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.