Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1909, Blaðsíða 4

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum - 24.12.1909, Blaðsíða 4
Gleðileg jól. Gleðileg jól óskuin við öllum sem lesa þetta. Já, Guð geíi að regluleg himnesk jóiagleði msetti streyma í gegnum hvert einasta harnshjarta á Islandi! Munið þið eftir þvi, að Jesús sagði einu sinui að sérhvert barn, sem tryði á hann, hefði sinn engil (Matth. 18, !)). „Því eg segi yður að englar þeirra á himnum sjá jafnan auglit mins hinmeska l'öðurs. “ Þennan verndarengil gaf Jesús okkur þegar við vórum skírð, þá tók hann okkur í faðm sér, blessaði okkur og skrifaði nöfn okkar í lífsins I)ók. Englarnir eru aldrei glaðari en þegar þeir syngja Drottni lofsöngva. En engillinn þinn, vinur minn, getur ekki sungið með, nema þú gefir homnn leyfi til þess. Heldur þú að engillinn þinn geti sung- ið ef þú brúkar ljót orð við aðra, blótar og talar ósatt? Nei, þér er óhætt að trúa mér, hann er svo hryggur að hann gelur hreint ekki sungið; þér dettur víst heldur ekki í hug, að syngja Guði lofsönga þegar þú hefir gert eitthvað Ijótt. Nei, þú þegir og vilt helzt ekki liugsa um Guð, en hann er alvís, þú getur ekki falið þig fyrir honum, hann sér og þekkir allar athafnir þínar. Það eru aðeins englar góðu barnanna, sem geta sungið, því góðu börnin elska Guð og hata alt, sem er ljótt. Eg vona að þú, sem lest þetta, getir talið þig í flokki góðu barnanna, svo þú getir af öllu hjarta tekið þátt í jólagleðinni, og verið með í að syngja Guði dýrðlega lofsönga. Ansgar. Áður enn kristni var lögtekin á íslandi er getið um þrjá menn (í Islendingasögun- um) sem boðuðu íslendingum trú. Það vóru þeir Þorvaldur víðförli (982), Stefnir (99(5) og Þangbrandur jirestur. Þeim varð mjög lítið ágengt, sérstakloga Þangbrandi, því hahn var ofstopamaður mesti og sam- rýmdist dagfar hans illa kenningum krist- ninnar. Þvi það er í dagfarinu að við eigum að sýna það að við elskum Jesús, annars vill fólk ekki trúa því að við séum i Jjjónustu hans, þótt við segjum það sjálf. Að vera í þjónustu Jesú Krists er sá mesti heiður, sem okkur getur hlotnast, en til þess að geta þjónað honum þurfum við að keppa eftir að hafa sama lundarfar og hann; og. hann var „liógvær og af hjarta litillátur“ eins og þú getur séð í Matth. 11, 29. Þú manst víst að kristnin var lögtekin á íslandi árið 1000, Jiá var ölluin skipað að trúa á Jesús og elska hann, það var nú að mörgu leyti rangt, því það er ekki hægt að neyða neinn til þess. Þeir sem vilja Jjjóna honum verða að gera það af frjálsum vilja, þvi öll nauðungarþjónusta er ógild. — Guð lítur á hjartað en ekki á verkin. Nú skaltu heyra hvernig kristna trúin kom hingað til Danmerkur. Þú hefir víst Iesið Knytlingasögu ? Ef þú hefir ekki gert það þá áttu að gera það, því þú átt að lesa allar fornsögurnar. Knytlingasaga skýrir frá heiðnmn dönsk- um konungi Haraldi að nafni, sem árið 82(> heimsótti einn af sonum Karlámagnúsar keisara, Lúðvík guðhrædda, sem þá réði fyrir Frakklandi. Haraldur konungur dvaldist þar um hríð og tók skírn og alt föruneyti hans. Þegar hann snéri heimleiðis tók hann með sér ungan munk, Ansgar (eða Ásgeir) að nafni, og átti hann að hoða Dönum trú. Ansgar vann með mikilli atorku að kristni- boðsstaríinu, hann bygði kirkju í Slésvík á Suöurjótlandi, og hafði árlega 12 pilta í skóla, er síöan ferðuðust um Danmörku sem trúboðar. Á þennan hátt breiddist gleðiboðskapurinn um komu Jesú Krists og þekking á kenningu hans tljótlega út á meðal IVdks i Danmörku.

x

Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja til íslenzkra barna frá dönskum sunnudagaskólabörnum
https://timarit.is/publication/446

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.