Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 28

Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 28
26 KIRKJURITIÐ lofsorðum um hinar merkilegu prédikanir séra Páls Sig- urðssonar i Gaulverjabæ, sem f jölmörgum mönnum þótti og þykir jafnvel enn háskalega róttækur í guðfræðiskoðunum. Gagnort og skörulega svaraði séra Valdimar árásum á kirkjima, m. a. í greinunum: „Að þegja eða tala,“ „Ákærur og svör,“ og: ,Að afkristna landið.“ Tók hann þar djarflega á skammsýni og ungæðishætti þeirra landa sinna, sem vildu hafna kirkju og kristinni trú, og taka í staðinn ein- hverja nýjung með falsaðri vísinda yfirskrift. Á þessum árum var séra Valdimar einn helzti trúvarnarmaður ís- lenzku kirkjunnar, og brýndi fyrir þjóð sinni og stéttar- bræðrum í nafni Drottins, að hún ætti ekkert betra til í andlegu lífi sínu en kristindóminn. Ályktarorð hans í grein- inni: „Að afkristna landið,“ eru á þessa leið: „Þó að þessir menn, sem álíta kristindóminn standa þjóðinni fyrir þrif- um, taki á allri sinni málsnilld, öllum sínum gáfum, og öllu, sem þeir hafa til, þá tekst þeim þetta ekki, tekst aldrei að afkristna landið.“ Þá ritaði og séra Valdimar árið 1895 allmikið í K.bl. um fríkirkjumálið. Var hann ekki skilyrðis- laust andvígur fríkirkju, viðurkenndi nokkra kosti hennar, en taldi þjóðina alls ekki við því búna, að koma henni á hjá sér. Á þessum árum vöktu þrír merkisprestar íslenzkir, þeir Oddur V. Gíslason, Jóhann Þorkelsson og Jens Páls- son, máls á því, að Islendingar ættu að leggja eitthvað af mörkum til heiðingjatrúboðs. Eins og vant er hlógu vantrú- armenn að þessu og hæddust að hugmyndinni. En séra Valdimar tók í streng með þremenningunum og mælti með tillögu þeirra. En jafnframt lét hann þá skoðun í ljós, að fyrst af öllu ætti kristni Islands að styðja og styrkja hið lúterska kirkjufélag í Vesturheimi í baráttu þess fyrir málefni kristninnar. Þessa tillögu séra Valdimars nefnir séra Jónas A. Sigurðsson, prestur vestanhafs, „hið fyrsta lóukvak kærleikans frá kirkjunni heima til vor.“ Lét séra Valdimar sér yfirleitt mjög annt um andlegt og kirkjulegt líf landa vorra vestanhafs, enda elskuðu þeir hann og virtu, sæmdu hann gjöfum og sýndu honum mörg vináttumerki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.