Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 46

Kirkjuritið - 01.01.1948, Page 46
44 IQRKJURITIÐ stjórn og öruggu eftirliti. Heimilisfólki þótti svo gott að vera þar, að því datt ekki í hug að skipta um vistir, nema um meiri háttar ráðabreytni væri að tefla, svo sem stofn- un hjúskapar og heimilis eða annað slíkt. Viðbrugðið var tryggð og ræktarsemi prófastshjónanna við fólk það, er hjá þeim hafði verið, og ástúðlegri meðferð á gömlu þjón- ustufólki, sem fékk að vera hjá þeim eða ástvinum þeirra til dánardægurs. „Viðmót prófastshjónanna og aðbúð fólks- ins laðaði allt það góða fram í hverjum óspilltum manni,“ segir einn þeirra, er heimilið þekktu. Mjög var gestkvæmt á Stóra-Núpi á sumrin. Streymdu þangað ferðamenn, innlendir og erlendir, bæði þeir, sem ætluðu norður Sprengisand eða til Heklu, og fjölmargir, er komu til þess eins að sjá og heyra húsráðandann nafn- kunna. Svo komu þar og skólabræður hans og tryggðavinir, svo sem Björn M. Ólsen, frændi hans sr. Eiríkur Briem, Brynjólfm’ frá Minnanúpi, séra Matthías, meðan hann sat í Odda, og margir fleiri, sem oflangt yrði upp að telja. Sátu þeir sumir lengi, t. d. Brynjólfur. Voru það oft glaðir og góðir vinafundir, er húsbóndinn var skemmtinn og hýr, nóg af merkilegum umræðuefnum, og lærðir menn og fróðir, vitrir og djúphugulir áttu hlut að máli. Var það eitt, sem gerði mér ungum sumardvalirnar að Stóra-Núpi svo ljúfar og lærdómsríkar, að þar sá ég ýmsa þeirra nafn- kunnu manna, er ég áður þekkti aðeins af afspurn eða lestri einhvers þess er þeir höfðu ritað. Mjög róma sóknarbörn séra Valdimars kirkjuferðir sín- ar að Stóra-Núpi. Kirkjan vel sótt, og presturinn hinn áheyrilegasti og skörulegasti í stól og við altari. Úr kirkju gengu menn svo inn í bæinn, bændur í þinghúsið svonefnda í austurenda hússins, en konur í baðstofu, þar sem frú Ólöf sinnti þeim og öðrum kirkjugestum af sinni alkunnu háttprýði og smekkvísi. 1 þinghúsinu eða annars staðar ræddu menn við prestinn sinn, oddvitann og sveitarhöfð- ingjann um ýms málefni sín og sveitarinnar, eða almælt tíðindi og önnur mál, sem þá gat borið á góma. Áttu bænd-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.