Kirkjuritið - 01.09.1950, Side 6
Albert Schweitzer.
Líf hans og starf.
Það er með hálfum huga, sem ég ræðst í að flytja erindi
um Albert Schweitzer í tilefni af því, að hann átti 75 ára
afmæli á þessu ári. Ekki af því að mér sé eigi þetta um-
ræðuefni kært, því að ég hefi lengi haft mesta yndi af að
lesa rit hans og tel hann einn hinn mesta afreksmann
mannkynsins nú sem stendur, heldur af því, að viðfangs-
efnið er svo mikið, að engin tök eru á að gera því nokkur
skil í stuttu máli. Verður því að nægja að drepa aðeins á
nokkur atriði og þá einkum í því skyni að vekja athygli
þeirra á honum, sem hingað til hafa ef til vill ekki gefið
honum gaum sem skyldi.
Albert Schweitzer er líklega einhver fjölgáfaðasti snill-
ingur vorra tíma og um leið frumlegasti hugsuður. Hann
hefir tekið fjögur doktorspróf, í heimspeki, guðfræði,
hljómlist og iæknisfræði, og þrjú af þeim tók hann innan
við þrítugt á þeim tíma, þegar aðrir sitja venjulega enn á
skólabekkjum og var þá þegar orðinn heimsfrægur fyrir
vísindaleg afrek og snilligáfu. Auk þess hefir hann hlotið
fjöldamargar doktorsnafnbætur í heiðursskyni frá ýmsum
háskólum.
En það er þó ef til vill ennþá merkilegra um hann, að
jafnframt hinu andlega starfi hefir hann sýnt frábæra
hæfni í organleik, skurðlækningum, byggingarlist, jarð-
rækt og skipulagningu sjúkrahússmála í hitabeltinu. Það
er eins og allir hlutir liggi þessum manni í augum uppi,
og hann kastar hvergi höndunum að neinu.