Kirkjuritið - 01.02.1954, Page 9

Kirkjuritið - 01.02.1954, Page 9
HÚSVITJANIR OG KIRKJUSÓKN 55 En raunverulega er þjóðkirkjan ekkert annað en um- gerð. Innan þessarar umgerðar verður presturinn að leit- azt við að skapa líf og innihald. Löggjöfin og þjóðkirkju- fyrirkomulagið geymir í sér þessa hættu, að það dylur aiisfellurnar og heldur öllu áferðargóðu á yfirborði, en það veitir prestinum ákjósanlega aðstöðu. Annað veitir bað ekki. Það er dauð vél, sem ekkert aðhefst, nema stjórn- að sé af athafnasömum manni. * Og þá kem eg að því atriði, sem eg hef oft velt fyrir mér, °g það atriði varð efst í huga mér undir umræðunum a Prestafélagsfundinum: Kirkjusóknin og áhrif húsvitjana á hana. Hvað veldur því, hve kirkjusókn er lítil? Hvernig á að fá fólkið til þess að sækja kirkju? Kirkjusókn er vafalaust nokkuð misjöfn. En óhætt mun vera að segja, að hún sé yfirleitt lítil, ef miðað er við þá, sem gætu sótt kirkju. Hér yrði oflangt mál, að grafast eftir orsökum þessa. Og er það þó nauðsynlegt, ef leita á ráða gegn meininu. En óhætt hygg eg að segja, að hér er ekki um vitandi °g viljandi andstöðu að ræða, nema þá að mjög litlu leyti. Meira að segja er fjöldi fólks, sem beinlínis ann kirkju °g kristindómi, má ekki heyra þeim hallmælt, fyllist áhuga Ura prestskosningar, ætlar að ærast, ef talað er um að teggja niður eða færa kirkjuhúsið o. s. frv. En einhvern veginn ferst það fyrir að sækja kirkjuna. Eða þá að það kemur í kirkju einu sinni á ári eða tvisvar eða þrisvar. Víða í sveitum er borið við fólksfæð, og hún á vafa- laust þátt í þessu. Erfitt að komast að heiman og þess háttar. En samkomur með góðri efniskrá og dansi á eftir eru fjölsóttar og meira að segja fyrir hátt gjald. Stjórn- málafundir eru vel sóttir, einkum ef von er á hörðum átökum og deilum. Yfirleitt virðast menn geta sótt þær

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.