Kirkjuritið - 01.02.1954, Page 45

Kirkjuritið - 01.02.1954, Page 45
BRÉF FRÁ SÉRA JÓNMUNDI 91 lendir það? Ef til vill að öðrum þræði með Þórði Mala- koff, koff, koff í Trípólis? Gilsbakki og Reykholt o. fl. höfuðklerkasetur fjarlægjast og hverfa loks með öllu út í þokumökk þjóðsagnanna, en Malakoffum og Trípólum fjölgar? Að athuguðu máli, gæti ég hugsað mér, að hér lægi fyrir náin og viturieg samvinna milli kirkjulöggjafar og búnaðarlöggjafar, kirkjumálaráðuneytisins og búnaðar- málaráðuneytisins. I augnablikinu er taflstaðan þar athygl- isverð. En ég tel, að kirkju- og landbúnaðarráðuneyti þurfi að vinna saman. Eðli málsins samkvæmt á Hebreinn Abraham og íslenzki bóndinn að búa fyrirmyndar stórbúi á prestsetrinu, — enda þótt Lot ætti að geta fengið skák til hægri eða vinstri, ef nauðsyn krefði. En hitt er hrein ófæra, á þessum landbúnaðartæknitímum, að gera öll höfuðbólin að eintómum Lots-skákum, og alkunn saga Sódómu og Gómorru. Þú hefir þarna við hlið þér afburða- Wann að viti og þekkingu á þessum málum, stjórnarráðs- fulltrúa Árna G. Eylands — og skammt frá búnaðarmála- stjóra, Pál Zóphóníasson. Minnist þess, sérstaklega á þess- Urn afmælisdögum, þínum, og ekki síður annarra, að: „Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er: að elska, byggja og treysta á landið.“ Vitaskuld er þetta rabb allt einkamál, og sjálfum hug- kvæmist mér ekkert til umbóta, en myndi fagna því, að það htla, sem ég hefi gjört hér, kæmi eftirmanni mínum og öðrum að notum, yrði aukið við og endurbætt, minnugur Þess, að: „Gjarnan vil ég öðrum unna um að bæta ruddan veg. Bráðum aðrir koma kunna kannske þrefalt meiri en ég.“ Annars er kirkjustjórnin þarna, líkt og gamli landshöfð-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.