Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.06.1955, Blaðsíða 35
TVÖ BRÉF FRÁ MATTHÍASI 273 vinur föður míns, og sá af lærisveinum hans, sem hann unni mest allra vandalausra, enda hafði faðir minn kennt honum undir skóla og átt nokkurn þátt í því, að hann komst út á menntabrautina, og það var Magnús Andrésson, sem átti uppá- stunguna að því, hverjir voru settir í hina nýju sálmabókar- nefnd.“ Þetta segir hinn þaulkunnugi greinarhöfundur, og tel ég ekki efa á, að rétt sé. Matthías skrifar grein sína og telur, að hætti blaðamanna, að hún hafi haft mikil áhrif. En það eitt, að nefndin er fullskipuð þrem dögum síðar, ætti að vera nægileg sönnun þess, að frumkvæðið að nefndarskipuninni er ekki það- an. Vitanlega hefir þá undirbúningsstarfi verið lokið, og því kemur „svariö“ svona fljótt. M.J. Reykjavík, 5. maí 1874. Minn ágæti og elskulegi vinur. Um leið og eg þakka þér allan elskulegan og sannbróðurlegan drengskap, bið eg þig fyrirgefningar á svikum mínum og rænu- ^eysi að hafa ekki skrifað þér oftar. Bréf frá þér í haust hefi eg aldrei séð, en trúi þér. Einkum vil eg biðja þig að misvirða ekki, að eg hefi ekki enn þá látið það neitt heita með erfiljóð. Eg er aumur í þeirri grein. Um tuttugu lofuð þess konar stykki liggja enn ógetin og fædd í mínum hringlanda heila. Sama dag og eg heyrði sorgarfregn- Ina um lát séra Gunnars, kvað eg nokkur vers eftir hann, sem eg sendi Tryggva strax frá Cambridge til Hafnar, og bað hann a<5 setja í Andvara. Líka hefi eg ásett mér einhvern tíma að uefna nafn hans í Þjóðólfi. Eftir Pál í Víðidalstungu hefi eg verið beðinn að yrkja og skal reyna í sumar. En séra Björn er einn bezt fallinn til að minnast séra Þorsteins sál. Eg sá bann aldrei. Eg vona Guð lofi okkur að sjást í sumar; þá meira um ljóðin, enda skal þá eitthvað sungið verða. — Já, mikið hefir á daga vor beggja drifið, en það er gott: Stríð, stríð, og svo sigur!- Og þá skal eg nú fljótlega en þó gætilega minnast á ykkar heiðraða, vel samda, rólega og skynsamlega bréf (að meðtöldu Umb.bréfi þínu, ágætu og skörulegu líka): Það fer mjög óheppi- ^ega og horfir nálega til vandræða með Þingvalla-þjóðhátíðina. 1 B

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.