Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Page 45

Kirkjuritið - 01.10.1956, Page 45
ERLENDAR FRETTIR 387 kæruleysi og vanrækslu. — „Afstaða þings og stjórnar til kirkjunnar hefir á síðustu árum einkennst af skorti á þeim velvilja og örlæti, sem aðrar stofnanir hafa notið af þeirra hálfu. Verði haldið áfram á sömu braut hlýt- or að koma til alvarlegra álita, livort ekki heri að gera róttækar breytingar a sambandi ríkis og kirkju.“ — Þrátt fvrir þessa yfirlýsingu mun allur al- menningur í Svíþjóð lítt hafa hug á að aðskilja ríki og kirkju. Keswick mótið í Englandi, sem haldið var í júli var fjölmennt að vanda. Þetta eru trúarlegar vakninga- og fræðslusamkomur, sem tíðkast hafa sið- an 1875. Fjöldi manns sækir þangað árlega andlegan str rk og aukinn starfs- áhuga. Ting Kwong Hsun biskup í Cliekiang kom í heimsókn til Frakk- lands og Englands í sumar. Slíkt hefir ekki fyrr skeð eftir bvltinguna 1949. Nú standa vonir til, að meiri samskipti verði í framtíðinni með kínversku kirkjunni og öðrum kirkjudeildum. Nýjar dyr virðast vera að opnast, nýjar vonir að glæðast um samskipti kristinna rnanna um allan heim, hvað sem stjornarformunum líður. Þýzka kirkjudaginn í Frankfurt í bvrjun ágúst sóttu, að því er talið er um 65000 mann að staðaldri. 500.000 voru á lokasamkomunni. Fjöldi ur Austur-Evrópu og raunar úr öllum áttum. Þetta er merkileg vakning, sem þegar hefir m. a. leitt til nánari samskipta milli austurs og vesturs, og hklegt er, að muni eiga drjúgan þátt í endursameiningu Þýzkalands. Kínverska kirkjan. Eftir byltinguna \ oru flestir erlendir trúboðar gerð- 11 landrækir úr Kína. En innlendir kristnir rnenn liafa yfirleitt fengið að halda kirkjum sínum og starfa líkt og áður. Nýlegar fréttir herma að viða standi safnaðarlifið í blóma. T. d. séu 200 kirkjur starfræktar í Shanghai þar ‘lf þrjár nýreistar. Kínverska Biblíufélagið fær vart annað eftirspurn eftir leilagri Ritningu og prestaskólarnir eru fjölsóttir. Tveir nýir sænskir biskupar hafa verið skipaðir, Gert Borgenstjerne 1 Karlstad og Ivar Hylander í Lulea. Hvoru tveggja kunnir prestar. Kaþólski erkibiskupinn í Englandi Bernard Griffin kardínáli varð bráðkvaddur 20. ágúst s.l. ]. W. C. Wand fvrrv. Lundúnabiskup lætur svo um n'ælt um hann: „Hann var jafnan reiðubúinn til að hvetja safnaðarfólk Sltt til samstarfs við mitt til hjálpar góðum málstað. Minnist ég ekki, að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.