Gelmir - 01.04.1954, Blaðsíða 8

Gelmir - 01.04.1954, Blaðsíða 8
Félagslíf M.A. Ef kveða æ'.ti upp dóm yfir félagslífi skóla vors almennt, er vandi á höndum. Það hefur ýmsa galla, því miður, marga og stóra, en það er líka ýmislegl gott um það að segja. Nú. þegar veturinn er að enda, er ekki úr vegi að gera sér grein fyrir því, sem betur má fara. og einnig hinu, sem er þess virði að haldið sé við. Fyrst skal þá ræða örlítið um almennasta félag skólans, „Huginn“. Fundir hafa verið svipað margir og undanfarin ár, en þeir hafa verið verr sóttir og varla eins fjörugir. Hvar orsakanna er að leita, er ekki vél ljóst, en ýmsar raddir eru uppi um það, að of mikið sé um pólitík í skól- anum. Má vera, að það sé rétt, en svo undarlega bregður við, að þegar haldnir eru ópólitískir fundir (sem verið hafa 3 af 6 fundum félagsins, þegar þetta er ritað), mæta engu fleiri, nema síður sé. Og nákvæmlega sömu mennirnir halda uppi umræðunum á ópólitísku fundunum eins og þeim pólitísku, og má kallast undantekning, ef nýr maður bætist í ræðu- mannahópinn á ópólitískum fundi. Og þeir, sem mest tala um útrýmingu pólitíkurinnar, láta ekki til sín heyra. Af þessum orsökum hlýtur að teljast vafasamt, að þetta sé eina orsökin, og væri okkur öllum hollt að íhuga með okkur, hvar bresturinn er, því hann er einhvers staðar, og mætt- um við gjarnan láta í ljósi skoðanir okkar sem flest, ef að gagni mætti verða þeim, sem valdir verða félaginu til forstöðu. hálflokið verk heyrirðu ekki klukkuna slá séx, frekar en þú heyrir skotið aí fallbyssunni við olnbogann á þér. Þegar Názisminn kom upp í Þýzkalandi, taldi ég það 6kyldu mína, áð standa gegn honum, því ég sá að hann gat aðeins léitt til ánaúðar. Vegna andstöðu minnar lenti ég í SS-fangelsi, þar sem ég og konan mín liíðuin dapurlegt silfurbrúðkaup. En ég iðrast aldrei afstöðu minnar. Vitundin Um að hafa gert skyldu mína veitti mér sálarró, sem er dýrmæt- ari en líkamleg þægindi. Það er trú mín að í mínu hamingjusama lífi hafi ég verið hamingju- samastur, þegar ég hef ekki hætt við hálflokið verk heldur unnið verkið til fullnustu. (Þýtt úr ensku. Stytt.) 8 GELMIR

x

Gelmir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gelmir
https://timarit.is/publication/454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.