Kirkjuritið - 01.04.1963, Page 22

Kirkjuritið - 01.04.1963, Page 22
164 KIRKJURITIÐ og vera mun iim flesta. Og ástæðu — og lilgangslaust að ætla að þröngva einu eða öðru — livort lieldur það er „nýtt“ eða „gamalt" — upp á fólk í þessum efnum. Hafi ný venja sigrað gamla á sínum tíma kann hún þegar að liafa unnið sér liefð og fullan rétt, þótt gott sé líka að ryfja upp það, sem enn eldra er við og við. En hér fer á eftir skemmtilegur þáttur úr grein, sem Áskell Snorrason, tónskáld, ritaði um þetta mál í Þjóðviljanum 19. marz s. 1. Hann bregður upp eftirminnilegri mynd: „Faðir minn mundi vel eftir því, þegar verið var að innleiða „nýju lögin“. Þá var liann á barnsaldri, svo ungur, að liann mundi ekki „gömlu lögin“ að neinu ráði. En hann hafði þó Inighoð um, að mörg þeirra mundu liafa verið fögur. Ég heyrði bæði liann og móður mína segja frá því, að margt gani- alt. fólk hefði talið „gömlu lögin“ bæði fegurri, hátíðlegri og tilkomumeiri en „nýju lögin“. En ungu mennirnir voru ekki lengi að sýna fram á, að þau kæmu ekki heim við reglur söng- fræðinnar um dúr- og moll-tónstiga, takt o. s. frv. Og hvernig átti gamla fólkið að rökræða um söng við „lærða“ menn, sem „þekktu nótur“? Yngri mennirnir áttu það líka til að gera óspart skop að „gömlu lögunum“, og eldra fólkið stóð ber- skjaldað fyrir þeim árásum og tók þann kost að láta undan síga. Þó bar það til, að það snerist til varnar af miklu harð- fengi, og sagði faðir minn mér frá ljósu dæmi um það, og segi ég hér þá sögu, bæði til gamans og til að bregða nokkru Ijósi yfir átökin við sálmalagaskiptin. Á þeim árum var það einhver lielzta skemmtun fólks á sunir- in að sækja kirkju í nágrannasóknum. Var það þá einn livíta- sunnudag, að allmargt fólk úr Einarsstaða-, Grenjaðarstaða- og Þverársóknum sótti tíðir að Skútustöðum við Mývatn. Faðir minn var þar með, þá ungur. Þegar þetta gerðist, var farið að syngja „nýju lögin“ í kirkjunum niðri í dölunum, en í Skútu- staðasókn var gamall forsöngvari, sem mig minnir, að heti Brandur, orðlagður raddmaður. Hann liélt enn fast við „gönilw Jögin“ og var ófáanlegur til að taka upp önnur lög. Ungir áhuga- menn í Mývatnssveit, sem kunnu „nýju lögin“, ákváðu nú að laka að sér kirkjusönginn á hátíðinni, og fengu þeir í lið með sér alla þá aðkomumenn, sem kunnu þau. Nefndi faðir minn syni séra Magnúsar Jónssonar á Grenjaðarstað og nokkra flein,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.