Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1967, Síða 24

Kirkjuritið - 01.01.1967, Síða 24
KIUKJ URITID 18 var í Genf s.l. sumar, var 10 daga umræða um þennan svarta blett á ásýnd lieimsins. Þar kom margt óhugnanlegt upp úr kafinu. Sagt var að um 100.000 þrælar a.m.k. liefðu verið í Saudi Arabíu 1962, þegar Faisal konungur ákvað að leysa þá úr lialdi. 1956 voru taldir 3 milljónir þræla í Perú, í Mauri- taníu 20 þús. 1 Cameron gat böfðingi (lamido) átt 3 - 400 konur fram að þessu og norskur trúboði sagðist á s.l. ári hafa verið sjónarvottur þess að þrælar væru reknir þar áfram við verk með svipum. Ennfremur eru ramgjörð vændishús víða í Norður-Afríku og Mið-Austur Asíu. Eru margar stúlknanna fengnar með svik- um uppliaflega og seldar þessum stofnunum, eiga þar illa ævi og enga undankomuleið fyrr en ekki þykir lengur akkur í að hafa þær. Þá er svikafóstur algengt í Asíu og Suður-Ameríku. Oreigamæður neyðast til að láta börn sín, eitt eða fleiri í liendur alls konar fólki, sem falast eftir fósturbörnum og býð- ur oft fé fyrir þau. Slundum er bér um þá að ræða, sem gera þetta af manngæzku og veita börnunum gott uppeldi. Hitt er samt allt of títt að misindisfólk ásælist þessi börn til að ala þau til einlivers konar ánauðar, þjófnaðar og vændis. Þess eru mörg dæmi að börnum sé að yfirlögðu ráði misþyrmt svo að þau verði örkumla, og séu vænlegri til betlimennsku. 1823 var stofnað í Englandi félag til baráttu gegn þræla- lialdi og liefur það fram á þennan dag notið styrks ensku kirkj- unnar og margir biskupar setið í stjórn þess. Telur það að þrælahald eigi sér enn stað í eiiiliverri mynd í 24 löndum. Er því dagljóst að liér er mikið verkefni fyrir liendi, ef takast á að afmá þessa viðurstyggð. Til þess þarf bæði sterkan áróður og gífurlega hjálparstarfsemi. Því aðeins með því að stuðla að sæmilegum efnahagsástæðum í viðkom- andi löndum er unnt að bugsa sér að þau leggi niður þræla- liald. Church Time, sem ég lief þessar fregnir úr segir The lslamic liewiew 22. 9. 1966, halda því fram að Múhameðstrúarmenn bafi fyrstir snúist gegn þrælabaldi af trúarlegum ástæðuni. Er leitast við að færa rök að því, að samtímis og þeir liafi barist fyrir afnámi þrælalialds, liafi kristnir menn umborið það, og meira að segja tíðkað það í stórum stíl á öllum ölduin.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.