Frjettablað ungmenna - 01.02.1909, Blaðsíða 1

Frjettablað ungmenna - 01.02.1909, Blaðsíða 1
■I ETTABLAB HiMEHMA F Y R S T I ARGANGUR 2. tölubl. | •--------------------------------------------• JF'rjettrtblað ungmenna kemur út inánaðarlega og optar eptir þörfum. Verð árgangsins er 50 au. sem borgíst fyrirfram [= um leið og pantað er]. Sjeu tekin 20 eintök í cinu cða meir, fæst hvert fyrir 25 aitra, Afgreiðsla á Hverfisgötu 2. Útgefandi: Unga íslands. Afmæli í febrúar. 100 ára 12. febr. 1809 er Cliarles Róbert Darwin fæddur í ShrewsburyáEnglandi. Hann er frægasti náttúrufræðingur 19. aldarinnar (dó 19. apr. 1882). Sama dag er Abraliam Lincoln fæddur i Hardin Country í Bandaríkjununi í Ameríku. Var forseli Banda- manna meðan þrælastríðið slóð yfir. (Myrtur 14. apríl 1865). 19. febr. 1809 fæddur Edgar Poe (les: pój í Boston í Bandaríkjunum í N.A.,blaða- maður og skáld mikið (dó 7/ro ’49). Frá ungmennafjelaginu Iðunn. (D. M, F. Iöunn). Ungmennafjelagið »Iðunn« var stofnað 15. mars 1908. Stofnendur voru 32. Nú eru fjelagar orðnir 69. Fundir hafa verið að jafnaði tvisvar í mánuði. | 19 0 9 Fjelagið kostaði söngfjelag í sam- einingu við Ungmennafjelag Reykja- víkur. í því voru um 30 stúlkur. Hafði það reglulegar æíingar í tvo mánuði í vor. í sumar kom þaðekki saman, en byrjaði aftur í liaust, og voru þá í því 13 stúlkur. Kostaði fjelagið það að hálfu. Leikfimi hafði fjelagið einn mánuð í vor. Tóku um luttugu þátt í henni. í haust hefur leikfimin aftur byrjað og tóku 17 þátt í henni, í maímánuði var lialdin skemun til ágóða fyrir sjóð fjelagsins. Var sú skemtun endurteldn til ágóða fyrir íslensku glímumennina lil Lundúna- fararinnar. Var ágóðinn 50 kr. í haust hjelt fjelagið lilutaveltu til styrktar fjelagssjóði. Var ágóðinn 500—600 lcr. Sundkenslu hafði fjelagið í sumar og bar 3/& hluta kostnaðarins. Tóku 18 stúlkur þátt í sundinu. Fjelagið hefur keypt 30 hlutahrjef í Skíðabrautinni á 5 kr. Auk þess hafa fjelagar unnið af sjer eða keypt lilutabrjef í henni. Alþýðufyrirlestrum hefur tjelagið haldið uppi í vetur í sameiningu við »Ungmennafj elag Reykjavíkur«. Reykjavík, 9. jan. 1909. Guðrún Guðmnndsdóttir. Kappglíma var háð í Reykjavík 1. þ. m. um sill'urskjöld;, sem glímufjelagið »Ar- manna hefur lálið gjöra handa besta F e b r ú a r

x

Frjettablað ungmenna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjettablað ungmenna
https://timarit.is/publication/461

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.