Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 14.01.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 14.01.1950, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR — Húsnæðismálin — Öngþveiti eða sterkur meirihluti Alþýðuflokksins í Hafnartirði Framhald af hls. 3. fremst sú, að stuðla að því á all- an hátt, að byggðir verði sem flest- ir verkamannabústaðir til úrbóta á húsnæðisþörfinni, og styrkja þá starfsemi og veita henni alla þá fyr- irgreiðslu, sem kostur er, svo sem gert hefur verið af hálfu bæjarins að undanförnu. Ollum almenningi er orðið ofvaxið að eignast íbúð á annan hátt, enda hefur reynslan sýnt og sannað, að íbúðir í verka- mannabústöðum eru þær ódýrustu, sem völ er á, jafnframt því sem allir greiðsluskilmálar eru hinir hagkvæmustu. Alþýðuflokurinn kemur ekki auga á aðra heppilegri og hagkvæmari lausn á húsnæðis- þörf bæjarbúa, en að stuðla að aukningu verkamannabústaða bygg inga, svo sem framast er kostur og að því mun liann vinna á kom- andi árum. íbúðarhúsabyggingar í Hafnar- firði hafa verið miklar að undan- förnu, en eru nú að dragast sam- an af ýmsum ástæðum, en þó sér- staklega vegna þess háa verðlags, sem orðið er á öllum hlutum, og éins vegna erfiðleika á hagkvæmu lánsfé. Einhverjar ráðstafanir af hálfu þess opinbera í þessum mál- úm eru því óhjákvæmilegar, Á síð- ast liðnum fjórum árum hafa verið byggðar um 200 íbúðir í Hafnar- firði, og hafa fjölda margir ein- staklingar sýnt framúrskarandi dugnað í að koma upp þaki yfir höfuðið á sér, þó af litlum efnum væri. Bærinn hefur í hvert sinn, sem leitað hefur verið til hans, sýnt fullan skilning á þessum málum, Óg hefur hann á síðast liðnum fjór- um árum veitt 40 einstaklingum aðstoð við byggingar og kaup á húsum með því að ganga í ábyrgð- ir fyrir lánum og greiða götu þeirra á ýmsan annan hátt. Jafnframt því, sem Alþýðuflokurinn leggur ríka áherzlu á fjölgun verkamannabú- staða, þá mun hann framvegis, eins og hingað til, veita fátækum ein- staklingum, sem standa í húsbygg- ingum, alla þá fyrirgreiðslu og að- stoð, sem kostur er. í Reykjavík búa fleiri þúsundir manna í bröggum og þá fyrst og fremst mann margar barnafjöl- skyldur. Iiér í Hafnarfirði býr eng inn í bragga, enda voru þeir fyrir ráðstöfun bæjarstjórnarinnar rifnir fyri nokkrum árum síðan, og mun enginn sakna þeirra. Þeim íbúðum, sem bærinn hefur haft ráðstöfunar- rétt á í verkamannabústöðum, hef ur verið ráðstafað til barnafjöl- skyldna og eru sumar þeirra mjög stórar. Þá hefur bærinn einnig keypt nokkur hús til að bjarga fólki af götunni. — Hér hefir í stórum dráttum verið greint frá því ástandi, sem ríkt hefur í húsnæðismálum hér í bæ að und- anförnu, og þeim aðgerðum, sem bærinn hefur haft til úrbóta. Stuðl- að hefur verið að byggingu verka- mannabústaða, keypt íbúðarhús, veittar ábyrgðir fjölda manns vegna húsbygginga og húskaupa, höfð nefnd á vegum bæjarstjórnar til að veita fólki fyrirgreiðslu. Allt þetta hefur bjargað fjölda fólks af götunni, og ég efast um að nokkur annar bær hér á landi hafi veitt meiri opinbera aðstoð í þessum málum, en gert hefur verið hér. Alþýðuflokurinn mun stuðla að Jwí á allan hátt, að ráðin verði bót á húsnæðiseklunni, og mun þá hverju sinni fara þær leiðir, er heppileg- as'tar og hagkvæmastar þykja. Hverjir greiddu atkvæði á móti byggingu Bæjarbiós Það voru Þorleifur Jónsson og Stefán Jónsson, sem nú skipa efstu sæti á lista þeirra íhaldsmanna við bæjarstjórnarkosningarnar hinn 29. jan. n. k. Menn athugi svo að ef ekkert Bæjarbíó hefði verið byggt, J^á hefði ekki gefið að líta hina glæsi- legu byggingu á Hörðuvöllum, elliheimilið. Þá væri bæjarsjóður Ilafnarfjarðar nú urn einni milljón króna fátækari. Viljið þið Hafnfirðingar svona ráðsmennsku, sem þeir tvímenn- ingarnir sýndu í þessu máli Nei, svarið er þann 29. jan. n. k. : X A-listinn Hverjum treystið þið betur ? Hvorum treystið þið betur, hafn- firzkir kjósendur, til að stjórna bæn um næstu 4 árin, Kristjáni Andrés- syni eða Alþýðuflokknum með hreinum meirihluta? Svarið er auðvelt. En hvert atkvæði, sem fellur á lista íhaldsmanna, er Kristjáni Andréssyni til framdráttar. Hug- leiðið þetta allt þar til þið hafið krossað á kjörseðilinn 29. þ. m. Munið að A-listinn er listi Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði. X A-listinn Menn spyrja og spyrja: Hvaða á- stand skapast hér, ef íhaldið og kommar ná meiri hluta? Er þá meint að kommar fái einn kjörinn í bæjarstj., íhaldið 4. Það er víst að Alþýðuflokkurinn semur ekki um að stjórna bænum næstu 4 árin með kommum. Það er og víst að sam- vinna við íhaldið af hendi Alþýðu- flokksins kemur ekki til mála. Til þess er hugur þeirra íhaldsmanna, Alþýðuflokksmönnum of kunnur til ýmsra þeirra framfaramála, sem nú eru í framkvæmd hér, til þess að þeir geti gengið inn á nokkra sanminga við íhaldið um skerðingu eða stöðvun á nauðsynlegum at- vinnu- og menningarmálum Hafn- firðinga. T. d. er íhaldið á móti rekstri Bæjarbíós, móti Bæjarút- gerðinni, móti framkv. í Krýsuvík o. s. frv. Hvernig gætu skoðanir Alþýðuflokksins og íhaldsins hér mætst í þessum málum t. d.? íhaldið mun sjálfsagt segja að það muni viðhalda Bæjarútgerð- inni, en trúir nokkur maður þá að það myndi efla hana? Nei, því trúir enginn Hafnfirð- ingnr. Þá er ein leið eftir, og hún er sú, að íhald og kommar mynd- uðu hér spyrðuband og þá kæmi Isafjarðarævintýrið endurfætt í Hafnarfirði. En það er einmitt þetta, sem ekki má ske og Hafn- firðingar láta ekki ske. Það er full víst. Hinsvegar, ef íhald og kommar reikna með að fá hér meirihluta sameinaðir, þá er bezt að þeir viti það strax og afdráttarlaust, að þá verða þeir að bera ábyrgð á þeim ógæfusama meirihluta, sem þann- ig skapaðist. Það er þetta, sem menn verða að hafa hugfast þegar þeir ganga í kjörklefann hinn 29. jan. n. k. Og ef menn hafa þetta vel í liuga, áður en krossinn er gerður, þá verður hér ekkert ísafjarðarævin- týri, heldur áframhald á þeirri braut, sem Alþýðuflokksmeirihlut- inn hefur gengið s. 1. 24 ár, Hafn- firðingum til blessunar. X A-listinn 42 á fundi Einsdæmi um lélep fundarsókn Síðastliðna daga hafa 3 sjólfstæðisfélögin í Hafnarfirði haft mikinn viðbúnað, því sameiginlega skyldi halda stóran fund í íhaldshöllinni s. 1. fimmtudagskvöld. Fundartíminn rann upp og fundarmenn fóru að týnast að hreiðrinu, og varð þessi fundur lögmætur þar eð 42 frómar sálir mættu til að hressa upp hugann. Má segja að rétt naumlega náðist sam- anlögð tala frambjóðenda og meðmælenda. Mun hér vera um að ræða eindæma fundarsókn!!! og hreinasta furða að eftir að búið var að auglýsa fundinn oftsinnis í blöðum og útvarpi, skulu 3 aðalfélög þeirra íhaldsmanna geta aðeins náð í 42 FUNDARMENN. Ekkert e reins sláandi um fylgishrun þeirra íhaldsmanna, sem þessi fundur. Má segja að með hverjum degi nú, sem nær kosningum líður, fylki sér fleiri og fleiri til fylgis við A-listann, en snúi frá íhaldi og kommum. Það má líka minna á að af þessum 42 voru nokkrir, sem fóru á fundinn fyrir forvitnissakir, svo að tala þessi gefur ekki rétta hugmynd um áhugaliðið. Fylgishrunið af þeim íhaldsmönnum er staðreynd, sem sannast mun áþreifanlega að loknum kosningum hinn 29. janúar næst komandi.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.