Jörð - 01.02.1940, Side 28

Jörð - 01.02.1940, Side 28
Þúsundvatnalandið á margt frumlegt í fórum sínum. gar'Öur jaðrar alla Finnlandsströnd. Eyjarnar, stórar og smáar, al- vafnar grasi eða skógi, þar sem ekki eru akrar eða matjurtagarðar; víða gægjast klappir upp undan gróðrinum, en sumstaðar ganga hnarreistir klettar í sjó fram. Víða eru blómleg býli; þó ber meir á sumarbústöðunum; sundskáli við hvern. Oft sást fólk á sundi og lystibátar á siglingu. Víða stóð fólk fyrir dyrum úti og veif- aði til okkar. Við tókum land nálægt Hangö, sem nú er barist um. Landinu hallar undir eins upp frá sjónum, allt að 50 metra hæð. Brekkan, sem ekki er ýkjabrött, er alvaxin gisnum skógi, en á milli trjánna er þétt gras og bláberjalyng og skemmtilegar granítklappir. Yndislegur skógarilmur, sem ekki þekkist t. d. í hinum fögru, dönsku beykiskógum, lá í undurtæru loítinu og í sameiningu við blíðviðrið gagntók hann líkama og sál með hress- andi, kryddkenndum unaði; vakti hugmyndina um ódáinsveig. Þeg- ar við svo eftir móttökustund yfir borðum, — þetta var sem sé norrænt stúdentamót í júlí 1914 — gengum gegnum skóginn til svefnstaðar okkar, þá fannst mér hann heilsa okkur eins og göf- ug sál heilsar þeim, sem hún þorir að trúa fyrir leyndarmáli síns tigna hjarta. Hann þaut svo einkennilega, undurlágt í logninu; stundum þagði hann og byrjaði svo aftur, hækkandi, — þagnaði 26 JOIIÐ

x

Jörð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.