Jörð - 01.02.1940, Page 45

Jörð - 01.02.1940, Page 45
eru þá nógar aÖrar Afródítur þar) — já, Afródíte, Evu, Ap- olló, Adam og hvað þær nú heita, allar þessar undursam- legu opinberanir eilífrar feg- urðar, sem mannkyninu hafa verið gefnar fyrir auðsveipni og stórhug og þrautseigju ó- dauðlegra listamanna. — Kon- ur eru að sjálfsögðu misjafn- lega laglegar, en ég vorkenni — já, sárvorkenni þeim aum- ingja mönnum, sem eiga kon- ur, er vantar allan skilning á fegurð, hafa engan sjálfstæðan smekk, hefir aldrei órað fyrir því, að til sé nein sígild, eðlis- borin fegurð; ekki til neitt, er heitið gæti ræktun þeirra draga til fegurðar, sem hverjum manni eru eiginleg meira og minna — þessara kvenna, sem eru svo einfaldar að halda, að hið sama geti verið bæði fallegt og ljótt, þó að sjónarmiði sé ekki breytt, — sem eru svo gleymnar, svo samhengislausar í innra lífi sínu, að þær hefja það upp til skýjanna í dag, sem þær töldu fyrir neðan allar hell- ur í gær, — ég sárvorkenni mönnum þessara kvenna, sem eru ekkert annað en númer — í fjárrekstrum tískunnar — hrekjast sitt á hvað öfganna á milli í skoðun sinni á því, hvað er fallegt og hrífandi, gersam- lega vitaskoðunarlausar sjálfar — vitamenntunarlausar- mann- eskjur í þessu tilliti. En hvern- ig læt eg ?! Þetta er forystu- JÖRÐ rnönnum þjóðarinnar að kenna; þeim, sem ráða hinum almennu uppeldismálum. Hvað hafa þeir gert, til þess að íslenskar kon- ur öðluðust þá menntun, að þær bæri skynbragð á fegurð ? Þessar blessaðar útigangsskepn- ur hafa orðið að krafsa bíóin sér til bjargar, — tilbiðja Hol- lywood, þessa óábyggilegu eft- irlikingu af fegurðajguði!). En hvað er nú þetta?! Ég sem ætlaði að fara að segja ykk- ur frá viðræðum um moðsuðu. Já, hún lét nú auðvitað á engu bera, konan mín elskuleg, þó að fornvina mín hlypi snöggv- ast á sig, og hélt áfram að skýra þeim frá moðsuðu, eins og ekkert hefði í skorist. ,,Þið munið úr ungdæmi ykkar,“ sagði hún, „hvað því var haldið mik- ið að fólki á ófriðarárunum (hér gaf sveitastúlkan mér eitt af sin- um hýru augum) — já, — auð- vitað ekki þú, góða mín,“ tók konan mín fram í fyrir sjálfri sér. — „Þið munið", endurtók hún og sneri orðum sínum til okkar fornvinu minnar, „sjálf- sagt eftir því, hvað mikið var gert að þvi á þeim árum, að brýna fyrir fólki að spara elds- neyti með moðsuðu, og það vantaði ekki, að þetta ágæta ráð væri víða upp tekið og fast við það haldið á mörgum reglusam- ari heimilum. Ráð þetta er auð- vitað í fullu gildi enn, og sést það bezt á því, hvað t. d. ensku magasínin lögðu mikla áherzlu 43

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.