Liljan - 01.01.1916, Side 10

Liljan - 01.01.1916, Side 10
6 L I L .1A N sannur skáti, er hver dagur í lífi þínu leiðinlegur þangað til þú liefir gert einhverjum greiða. En þegar því er aflokið, getur þú liorft með góðri samvizku framan í hvern sem vera skal og leyst linútinn á hálsklútnum þínum. Jimmy Reeder leysti hinn ásakandi hnút á háls- klútnum sínum klukkan tíu mínútur í 9 einn heitan ágústmorgun. Hann hafði gefið Sadie systur sinni 10 cent, og hún gat nú keypt sig inn á myndasýningu eða farið að horfa á leikana úti á íþróttavellinum. Jimmy lét hana alveg ráða því livort hún vildi heldur. Hann var að leggja af stað í Ianga ferð, því að hann ætlaði að taka þátt í hinni árlegu sumardvöl skátanna í herbúðunum á Hunter’s ey, og hann hlakkaði svo mikið til þess, að liann kærði sig ekkert um að fara á myndasýningu. En Sadie systir lians gat líka verið óeigingjörn. Hún bandaði frá sér með hendinni, og sú hreyfing átti að tákna, að hún vildi ekki taka við aurunum. »Eg get það ekki, Jimmy!« stundi hún upp. »Eg get ekki tekið við þeim af þér. Þú hefir unnið þér þá inn og þú átt að njóla þeirra«. »Eg kemst vel af án þeirra,« sagði Jimmy. »Eg tek þá bara af fargjaldinu. Eg ætla að fara eftir járnbrautinni til City Island í staðinn fyrir Pelham Manor og svo geng eg það sein eftir er. Það er 10 centum ódýrara«. Sadie hrópaði upp yfir sig af aðdáun. «Og þú berð þessa þungu byrði!« »Það er ekkert«, sagði karlmennið hann Jimmy. »Verlu sæl mamma mín! Sæl, Sadie!« Til þess að heyra ekki fleiri þakkarorð af munni

x

Liljan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.