Verði ljós - 01.11.1900, Blaðsíða 6

Verði ljós - 01.11.1900, Blaðsíða 6
166 nær skuli skira ungbörnin, á 2. eða 3. degi eða á 8. degi eftir fæðing- una sjálfur hallast hann að hinu fyrra. Þetta nægir til þess að sýna oss Ijóslega, að á tímabilinu 150— 260 e. Kr. hefir enginn kunnað að tilgreina þann tíma, er ungbarna- skírnin hafi fyrst verið tiðkuð í kirkjunni, lieldur virðist það hafa stað- ið svo fyrir meðvitund mauna, sem hér væri um arf að ræða frá post- ulatímanum, frá fyrstu kristni. Það er því með öllu óáreiðanleg stað- hæring, sem andstæðingar ungbarnaskírnarinnar bera fram, er þeir segja að ungbarnaskírnin hafi ekki komið fram né tekið að ná útbreiðslu fyr en skömmu áður en kirkjan verður ríkiskirkja. En því er eius íarið hér og á postulatímabilinu, að það ber langtuin minna á uugbarnaskirn- inni en á skírn fulltíða manna. Það er eins og hún aðallega hafi átt lieima innan vebauda hins kristua heimilis, og þróast í skjólihins kristi- lega heimilislífs; eu í starfsemi kirkjunnar lá öll aðaláherzlan á kristni- boðsstarfinu út á við og því ber mest á skírn fulltíða manna. Breyting á þessu gat ekki orðið fyr en fólagið sem heild tók kristni Þá hverfur sktrn fulltíðamanna smámsaman og ungbarnaskírnin verður einráð. En þá er líka komið fram á 5. öld. Það er með fullum rétti, er þeir Lúter og Melankton benda á gjör- valla sögu kirkjunnar sem eina eiuustu stórsönnun fyrir réttmæti ung- barnaskírnarinuar. Þvl að sanuleikurinu er sá, að só ungbaruaskíruin óréttmæt og ósamkvæm guðs vilja, þá er kirkja Krists á jörðinni fyr- löngu liðin undir lok, því að um margar aldir liefir kirkjan ekki liaft af öðrum limum að segja en mönnum, er skirðir liafa verið ungbarna- skírn og hafa jjá verið sama sem óskírðir, ef þessi skoðun á ungbarna- skírninni er rétt; en kirkja sem í eru aðeins ósldrðir menn, er sama sem engin kirkja. En er nokluir kristinn maður til, sem trúir þvi, að lierra kirkjunnar hafði látið ungbaruaskírnina viðgangast aldir eftir aldir í kirkjuuni og vera þar einráða, ef hún hefði verið frá upphaíi gagnstæð eðli og anda kristindómsins, gagnst.æð innsetuingu drottins sjálfs? Hvað væri þá orðið af fyrirheitinu, sem hann gaf við innsetningu skírnarinu- ar: „Sjá, ég er með yður alla daga alt til enda veraldarinnar?11 Nei, nei! Að kirkja Jesú Krists liefir staðið alt fram á þeunan dag og stendur enn, er oss mikiJvæg sönnun fyrir róttmæti ungbarnasJdruar- innar, þótt eigi væri neitt aunað við að styðjast. Vór getum sagt ineð þeim Lúter og Melanlcton: „Þessi ástæða ein út af fyrir sig uægir til að styðja góðar og guðhræddar sálir gegn óguðlegum lcenningum eud- urskírendanna11. III. Vér höfum nú séð, að hvorki ritningin né saga kirkjunnar mótmæl- ir því, að ungbarnasldrn sé um hönd höfð. En þetta livorttveggja nægir eklci til að gera ungbarnaskíruina tillilýðilega og rótta. Það gæti liugs-

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.