Kjósandi - 13.11.1919, Blaðsíða 2

Kjósandi - 13.11.1919, Blaðsíða 2
KJOSANDI að blása upp stéttahatur í landinu, en svo fölskvalaus sem ást hans til verkalýðsins er, þá hefir hann þó h drei hrevft hönd eða fót móti bændavaidinu. Kaupmenn lætur l.ann líka nokkuruveginn í friði, þó áð mörgum, sem ekki telja sig „jafnaðarmenn“, hafi þótt fram- ferði þeirra í dýrtíðinni í meira lagi ískyggilegt-- Alt hatur hans bitnar á útgerðarmönnunum, þó að það megi vera lýðum ljóst, að all- ur hagur þessa bæjarfélags stend- ur og feilur með þeim. Þeir sem ætla sér að senda Ólaf á þing vilja bersýnilega reka aðaiatviunuvegi bæjarins sem eftirminnilegastan. löðrung. Um hitt þingmannsefni verka- lýðsins getur maður verið miklu fáorðari. Þorvarður Þorvarðarson er gamall heimastjórnarmaður, en fyrir nokkru tók hann undir sig hlaup og skeiðaði mitt inn í her- búðir jafnaðarmanna. Þar hefir honum hiotnast foringjatign og veit enginn maður ennþá, hvernig á því stendur. Það er sagt um hann að síðan hann tók „rétta trú‘ ‘, hafi sú breyting orðið á „um ráð hans‘ ‘, að hann klæði sig til viðhafnar í bætta fatagarma, en gangi daglega til fara eins og aðrir „betri borg- arar“. Líklegast er þetta lygi, því að maðurinn er að öðru leyti alveg eins og aðrir oddborgarar í háttum sínum, og þar að auki er hann hin mesta aflakló, — prentsmiðju- stjóri, útgerðarmaður o. s. frv. Það mun sömnu næst, að hann kollvelti ekki þjóðfélaginu, þótt hann kom- ist á þing, en hitt er þó ennþá vissara, að þangað á hann ekkert erindi. En satt er það, að ekki þarf „auðvaldið“ að óttast verka- mannahreyfinguna, ef hún verður borin fram af mörgum slíkum for- ingjum sem Þorvarði. Rrafn Hængsson. Framboð Möilers. Nákunnugir menn segja að fram- boð Jakobs Möllers sje til komið einungis af löngun til að fella Jón Magnússon frá þingsetu. Hann á að hafa látið sér um munn fara að hann mundi sætta sig við hvern annan sem í boði væri, bara ekki J. M. Þetta er dálítið undarlegt. Allir vita þó — og Möller líka — að Jón Magnússon er í fremstu röð þing- manna að þvi er snertir vitsmuni o% mannkosti. Hann er prúðmenni i framgöngu n.eð afbrigðum og bétur að sér í tungumálum (talar bæði ensku og frakknesku) en flestir ef ekki all- ir hinir landsmálagarparnir, og þess vegna fær um að koma fram út á við þjóð sinni til sóma. Þetta viður- kenna allir. Enda hefir Jón Magnús- son óskift fylgi almennings í bæn- um til kosninganna á laugardaginn, og það að maklegleikum. Ef framboð Möllers annars hefir nokkra þýðingu, þá er hún sú, að styðja frænda hans og nafna, Ólaf Friðriksson, sem áður hét lika Möll- er. Tii þess að sjá þetta þarf ekki annað en að lita á tölurnar frá síð- ustu kosningum hér í bæ. Tökum fyrst alþingiskosningarnar 1916. Þá höfðu hér þrír flokkar frambjóðenu- ur i kjöri, og fengu þeir atkvæði sem hér segir: Alpýðuflokkurinn: Jör. Brynjólfsson 797 Þorv. Þorvarðsson 700 Heimastjórnarmenn: Jón Magnússon 725 K. Zimsen 695 Sjálfstceðismenu: Sveinn Biörnsson 522 Magnús Blöndahl 285 Als 1862 gildir seðlar. Af þessum 1862 kjósendum kusu hreint (eftir flokkum): Alþýðuflokksmennina 648 Heimastjórnarmennina 548 Sjálfstæðismennina 239 Samtais 1435 Drcifinqsatkvœði koma því frá 427 kjósendum. Þar af komu á: 1 Alþýðuflm. og 1 Heimastjm. 98 1 Alþýðuflm. og 1 Sjálfstm. 103 1 Heimasijm. og 1 Sjllfstm. 226 Við þessa kosningu þurfti 725 atkv. til að ná kosningu, en öll dreifings- atkvæðin til samans gátu í hæsta lagi orðið 427 hjá einum manni, enda vita það allir, sem nokkuð hafa komið nálægt kosDÍngunni hér, að als engin von er um kosningu fyrir neinn þann, sem treystir á dreifingsatkvæði eingöngu, en hefir ekki neinn starfandi landsmála (eða bæjarmála) félagsskap að baki sér. Enn þá betur sést þó hve vonlaust er um kosningu fyrir Jakob Möller ef athugað er, að af þessum 427 dreifingsatkvæðum við siðustu kosn- ingu féllu 107 i Jón Magnússon og Svein Björnsson saman, einmitt mennina sem nú eru í kjöri. Þá hafði verið á það minst bæði innan Heimastjórnarflokksins og Sjálfstæð- isflokksins að hafa bandalag við kosninguna, og hafa þá Jón og Svein i kjöri; þessir 107 kjósendur hafa pá fylgt þessu svo fast fram, að þeir vildu ekki beygja sig, og getur Ja- kob víst ekki vonast eftir atkvæð- um margra þeina nú, er þeir hsfa fengið bandalaginu framgengt. En fylgið getur hafa breyzt, kann einhver að segja, töluruar frá síð- ustu kosningum verða ekki teknar sem mælikvarði fyrir kosningunni nú. Vér skulum athuga þetta. Aiþýðuflokkurinn heldur efalaust vænum hóp af sínum kjósendum, og hefir ekki heyrst að Mölier eigi von á neinum atkvæðum þaðan, euda væri miklu eðlflegra að þeir sem væru óánægðir œeð annan- hvorn frambjóðandann þar létu hitt atkvæðið falla á reynda og velmetna atkvæðamenn, en ekki á óreyndan blaðamann, sem vist er um að ekki nær kosningu. Heimastjórnarmenn standa fastir um Jón Magnússon, og engin von um að þeir láti ginnast til að kasta atkvæðum sínum til ónýtis. Allir kjósa þeir Svein með Jóni Magnús- syni. Þá eru Sjálfstæðismeunirnir. Þar mun Jakob helzt ætla sér liðsvon, því að til þess flokks hefir hann talist. En bæði Sveinn Björnsson sjálfur og allir áhrifamestu mennirnir í þeim flokki undantekn- ingarlaust beita sér á móti Jakob og með Jóni Magnússyni, eins og góð- um drengjum sæmir í bandalaginu. Þeir vita það ofur vel, að Sveinn getur ekki náð kosningu nema hann fái atkvæði Heimastjórnarmanna, en í staðinn fyrir þau á Jón Magnússon að fá atkvæði Sjálfstæðismanna. Þeir sjá það vel, að kosningin yrði þeim til vansa og þingseta Sveins skamm- æ, ef Heimastjórnarmennirnir yrðu einir um það að halda bandalagið. Þess vegna er harðasta mótetaðan á móti framboði Jakobs eðlilega frá hans eigin flokksmönnum, Sjálfstæð ismönnum Þeir berjast fyrir heiðri síuum, og þá tekur hver góður drengur á þvi, sem hann hefir til. Jakob er því öídungis fylgislaus og fær ekki annað en nokkur dreif- ingsatkvæði. Aftur á móti hefir bæði Jóni Magnússyni og Sveini Björns- syni aukist stórkostlega fylgi síðan við seinustu kosningar. Fylgi Jóns Magnússonar hefir vaxið fyrst vegna prýðilegrar framkomu hans á þingi og i stjórn. Má minna á, að sam- bandsmálið var farsællega til lykta leitt undir forustu hans, launakjör starfsfóiks endurbætt auk margs fleira. Og við bandalagið milli Heimastjórn- armanna og Sjálfstæðismanna bætist honum stór flokkur kjósenda. Fylgi Sveins Björnssonar tvöfaldast frá þvi er var siðast (eða meir) við það að nú fær hann atkvæði alira Heima- stjórnarmanna. Það kom átakanlega fram við bæjarstjórnarkosninguna síðustu hve vonlaust er fyrir féiagsleysingjann að ná hér nokkru atkvæðamagni. Þá var einn listi frá Sjálfstjórn og fékk 1593 atkv., annar frá Alþýðusam- bandinu og fékk 1193 atkv. Þriðji listinn kom fram, og efstur á hon- um einn af allra vinsælustu og vel- metnustu borgurum bæjarins, sem allir munu viðurkenna að sæmd væri að hafa fyrir bæjarfulltrúa, Einar Helgason garðyrkjumaður. En hvað faer sá lis if 76 — sjötíu og sex — atkvæði. Listinn fékk ekki fimtung þeirrar atkvæðatölu sem þurfti til að koma að einum manni af siö, en nú á einungis að kjósa tvo og þvi enn þá margfalt fjær því að utanveltu- maður komist að. Það er því með öllu útilokað að dreifingsatkvæði Jakobs geti unníð honutn kosningu. En aðalflokkarnir geta orðið svo jafnir, að dreifingsat- kveeðin ráði pvi hverjir aý hinum ná kosninqu. Nú má helzt gera ráð fyrir því, að þeir sem hafa ætlaö sér að kjósa Jakob hugsi sér að kjósa Svein með honum. Ei. þeir verða að athuga það, að með því að kjósa J>kob með Sveini i stað þess að kjósa Jón Magnússon með Sveini veita þeir Ólafi Friðrikssyni stuðning, ef áhöld skyldu verða utn atkvæðatölu hans og íóns Magnússonar. Við þessu er nú ekkert að segja ef mennirnir vilja heldur eiga Ólaf Friðriksson en Jón Magnússon fyrir fulltrúa á þingi. En vilji peir pað ekki, pá mega peir ekki kasta burtu öðru atkvaði sinu með pvi að kjósa Jakob Möller. Athuqull. Skapskifti. Það þarf sterkar taugar til að bera vel ósigur, og er aöeins á færi göf- ugra manna. Hitt cr alþekt, að menn verða vanstittir í skapi, er þeir sjá sér ósigur visan, og svífast þá oft einkis í orðum og athöfnum. Blað það, er Aiþýðublað nefnist, og vinnur að þingkosningu þeirra Ól. Friðrikssonar og Þorv. Þorvarðs- sonar er glögt dæmi þessa. Blað þetta hefir rætt um kosningarnar af hófi og mæit með þingmaunaefnum sínum, en nú, er liðið er að kosn- ingu og sigurvon blaðsins til aftöku snúin, skiftir það um tón. Flytur það nú ósviunlegar persónulegar skammir um þá Jón Magnússon og Svein Bjöinsson. Minnir þessi van- stilling Alþýðublaðsins á frásögn Heimskúnglu um aftöku Bjarnar ens illa: »Mælti hann þá, sem hann var vanr, in mestu orðskræpi, áðr hann var hengdr.c -------- 0 Gáta ó þolandi 1 eiðinlegur a fspurnar f yrir u mdæmi R eykjavikur 1» ótt O fur r ar V ið a lþýðuna r eynist d rengur « mbjóðendum r ýr J afnan ó sérplæginn n ytsemdarmaður 8 tarfhæfur V erkmaður e r i nnau n efnda n auðsynlegur Sá sem finnur við hvaða þing- mannsefni þetta getur att vinnur þarft verk: J óni a ðeins k obbi O skar b ana Ritstjóri og ábyrgðarmaður Sigurður Kristjánsson

x

Kjósandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjósandi
https://timarit.is/publication/508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.