Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1917, Blaðsíða 9
TENGDADÓTTIRIN. 5 hana smágjammandi, og Iét þannig í Ijósi gleði sína og vináttu. Ressir samfundir mundu hafa orðið gleði- snauðir og hefðu ef til vill orðið til þess að koma inn kala hjá greifaekkjunni og tengda- dóttur hennar, hvorri til annarar, ef Giinther greifi hefði ekki strax leitt konu sína til móð- ur sinnar og faðmað þær báðar í einu. »Hér færi eg þér dóttur þína, kæra móðir,® sagði hann, »og mun hún bæta þér fyrir alla þá harma, og ábyggjur, sem slæmi sonur þinn hefur bakað þér.« Unga konan beygði sig, og kysti á hönd tengdamóður sinnar, Greifafrúin gamla horfði á fagra andlitið dálitlu stund og því næst breiddi hún út faðminn og faðmaði tengda- dóttur sína að sér. Elísabet og presturinn heilsuðu nú ungu hjónunum og buðu þau vel- komin. # Pví næst fór greifafrúin með börn sín og prestinn inn í persneska herbergið. Öll húsgögn og allir skrautgripir, sem þar voru, hafði Gúnther sjálfur komið með heim. þegar hann kom úr Auslurlandaför sinni, og sjálfur hafði hann haft forsögn á, hvernið öllu skyldi haga til í herberginu. Regar maður var kom- inn þangað inn, var það líkast því, að maður væri kominn inn í höll austur í Asíu, einkum þegar dyrnar, sem vissu að garðinum, voru opnaðar, eins og nú, og blómailminn lagði inn í herbergið. En færi maður út í garðinn hvarf strax þessi hilling, því þaðan sá maður hafið og Norðurálfuhimininn. Pegar unga frúin hafði klætt sig úr yfir- höfninni leit hún enn unglegri út og var enn fegurri en áður. Líkaminn var að vísu fulf- þroskaður, en andlitið var mjög barnslegt út- Iits. Hún hafði mikið Ijóst hár. Augun voru dökkmórauð, munnurinn lítill og spékoppar í kinnum, og alt yfirbragð hennar bar þess Ijós- an vott, að hún var með öllu óreynd í skóla lífsins. Hún var enn þá eins og óskrifuð bók, sem enginn veit hvað í muni verða skrifað. Meðan Elísabet helti teinu í bollana, var greifafrúin að tala við tengdadóttur sína, en samtalið gekk heldur treglega. Gúnther og presturinn stóðu við ofninn og töluðu saman, og leit Margrét bænaraugum til manns síns, eins og hún vænti þaðan hughreystingar og styrks. En Gúnther virtist ekki veita því eftir- tekt, því hann var niðursokkinn í samræður sínar við prestinn. »Er yður kunnugt um, herra prestur,« spurði hann, »að bók yðar um hina heilögu feður hefur orðið fyrir hörðum árásum í höf- uðborginni?* »Já,« svaraði presturinn, »því út af henni hefur verið hafin ransókn gegn mér.« »Og það segið þér okkur svona rólega — og fyrst nú,« sagði Elísabet. »Finst yður það svo nýstárlegt, að það sé hafin ransókn út af ritgerðum um trúmál eða guðfræði ?« »Rað er alveg rétt,« sagði Gúnther, «til- hneigingin til trúarofsókna er jafngömul og heimurinn.« »En mér er ekki Ijóst, hvað hægt er að gera yður,« sagði greifafrúin, því þér haldið ekki fram öðrum skoðunum í bókinni, en þér hafið haldið fram nú í rúm fjörutíu ár.« »Pað er hægt að víkja mér frá embætti, náðuga greiíafrú, sakir þess að skoðanir mín- ar eru álitnar skaðlegar og ókristilegar.* »Því er mér ómögulegt að trúa,« sagði Elísabet, og færðist roði í kinnar henni. »AUir • menn hafa leyfi til að láta skoðanir sínar í Ijósi á stjórnmálum, bókmenntum og heimsspeki. Hversvegna er þá sá maður álitinn óvinur kristindómsins, sem hefur meiri hug og djörf- ung en aðrir menn?« »Það verður bezt fyrir mig að fá yður til þess að flytja málið fyrir mig þegar ransóknin byrjar,« sagði presturinn og leit vingjarnlega til vinkonu sinnar. »En mér lízt ráð við hætt- um að tala um þetta, því það er svo leiðin- legt umtalsefni. Og svo gæti það orðið til þess, að unga frúin fengi óbeit á þessum þrætukæra klerki. — Hafið þár komið fyrri hér á þessar slóðir ?« spurði hann Margréti. »Nei — eg hefi aldrei séð sjóinn fyr,« sagði Margrét. »Mamma ætlaði að flytja með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.