Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Blaðsíða 18
132 ERFÐASKRÁIN HENNAR N. Kv. svo lengi fjarverandi, en þau fóru þá í kaffihús á næsta götuhorni. Hvorugu þeirra kom til hugar, að þetta væri í síðasta sinn, sem þau sæjust. Þá voru krepputímar víða um heim. Kvikmyndahúsum flestum varð að loka, og aðstoðarmaðurinn fór eitthvað út í buskann til að leita sér atvinnu. Þá vildi það til einn daginn, að lögregl- unni var gert aðvart urn það, að í nokkra daga hefði ekki sézt til gamallar konu, sem byggi alein í þriggja hæða múrsteinshúsi á vissum stað í New York. Lögreglumennirn- ir opnuðu útidyrahurðina að þessu skugga- lega húsi með gaslýsingu. Þeir flýttu sér gegnum tómar og þegjandalegar stofurnar í neðri hæðinni og fóru síðan upp rykugan stiga að svefnherbergisdyrunum. En þær voru einnig aflæstar. Þeir heyrðu daufar stunur að innan. En er Jreir reyndu að brjóta upp hurðina, reyndist hún svo sterk, að þeir unnu ekk- ert á, jrótt þeir beittu sameinuðum kröft- um sínum. Þeir urðu því að reisa stiga upp að svefnherbergisglugganum utanverðum, götumegin. Þarna inni lá gamla konan rænulaus, hálflömuð og með svæsna lungna- bólgu. Hún var þegar flutt á sjúkrahús og andaðist Jrar um nóttina. Þessi hruma, gamla kona hafði gert erfða- skrá sína. Fannst hún í einum banka borg- arinnar, undrirituð nafni hennar: — Edna Mors Allin Elliot. Meðal ýmissa líknar- gjafa kom í Ijós, að hún hafði einnig mun- að eftir aðstoðarmanni kvikmyndahússins: — „Ég ánafna lionum gjöf þessa sökunr Jress, að nreð lrans aðstoð hlaut ég margvís- leg forréttindi í kvikmyndahúsinu, senr stuðluðu að Jrví að gera undanfarin ár ævi minnar bjartari og skenrnrtilegri, lreldur en þau hefðu orðið ella. Hann jók einnig nrjög gleði mína og ánægju nreð kurteisi og vinsamlegri franrkonru sinni. Og hann bjóst aldrei við neinu endurgjaldi af minni hálfu.“ En hvar var nú aðstoðarnraðurinn niður- konrinn Hans var leitað lengi, og loks fannst nraðurinn með írabláu augun senr þjónn á sjúkrahúsi, Jrar sem hann var rétt aðeins matvinnungur. Og n ú var lronunr tilkynnt, að gamla vinkona lrans lrefði arf- leitt hann að nærri lreilli nrilljón dala. Þetta var frum-upphæðin. En með skött- unr og öðrunr skylduálögum rýrnaði hún niður í liðlega 150,000 dali. Nú skuluð þið ekki misskilja nrig, lesend- ur góðir. Slíkir viðburðir sem Jressi eru frenrur sjaldgæfir í heinri vorunr. En það get ég sagt ykkur, að ærið oft er milljón dala virði lramingja sú, senr einnrana lrjarta ef til vill hlotnast af vinsemd þeirri og hlý- legu viðmóti, er okkur kann að hafa auðn- azt að dreifa umhyerfis okkur á lífsleiðinni. (Þýtt úr ensku. — H. V.) Skrítlur. Karl litli: „Á ég að lána þér skrúfjárn, frænka mín?“ Frænka: „Hvað á ég svo senr að gjöra við Jrað, litli vinur minn?“ Kalli litli: „Jú, pabbi sagði í gær, að þú værir nreð lansa skrúfu.“ —o— Lögregluþjónninn: ,;Eg held að við höf- unr fundið konuna yðar, senr var týnd.“ Maðurinn: „Haldið þér Jrað? Hvað segir hún?“ Lögregluþjónninn: „Ekki neitt.“ Maðurinn: „Þá er Jrað ekki konan mín.“ —o— A. : „Er það satt, sem ég hefi heyrt, að Jrú ætlir að skilja við konuna þína?“ B. : „Já, satt er það. Það er líka Jrað einá, sem við lröftlm verið sanrmála unr, nú upp á síðkastið.“ .

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.