Tíbrá - 01.01.1892, Page 76

Tíbrá - 01.01.1892, Page 76
72 Þegar þeir sögðu þetta, snerti annar þeirra enni hans með fingri sínum. Hinn einmana fangi leit upp og sá himininn opinn, og sá guð sitja á hásæti himnanna og senda út guðdómlegan krapt í allar áttir. Allt umhverfis hann voru englar og sálir góðra manna, sem biðu boða hans, og Jóhannes heyrði greinilega fram borin með fögrum hljóm þessi orð: »IIallelúja hinum almáttuga og réttláta guði!« Meðan hann hlustaði og horfði á þetta undr- andi, fékk hinn engillinn honum hörpu. Jóhannes tók við henni glaður og fór undir eins að leika á hana; og það sem Jóhannes söng og lék, var þetta: »Grátur getur varað eina nótt, en gleðin kemur með morgninum.« Orðin bergmáluðu frá einum kletti til annars, og bergmálið barst langt út á sjóinn. Þessi hrjóstruga ey var allt i einu orðin að paradís, og útlaginn var umkringdur af her- sveitum himnanna. Þannig getur sannkristinn maður gert þessa jörð að paradís. Guðs englar og góð raeðvitund, drepa fingri sínmn á enni hans í einverunni, svo að hann sér himnana opna, og hamrar eymdar og einveru endurhljóma af friði, já, af himneskum friði, því að sá friður,' sem Jesús hét að gefa lærisveinum sínum með þessum

x

Tíbrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíbrá
https://timarit.is/publication/515

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.