Ungi hermaðurinn - 01.01.1908, Blaðsíða 2

Ungi hermaðurinn - 01.01.1908, Blaðsíða 2
2 Ungi hermaðurinn Ungi Hermaðurinn. Oss er sönn ánœgja að geta byrjaS þetta nyja ár á því að gefa út barna- biað. l'að á að koma út ]. og 15. dag hvers mánaðar. í starfi voru meðal barna og unglinga um mörg undanfarin ár höfum vér mik- illega saknað þess, að hafa ekki sérstakt barnablaö. Tilgangnr blaðsins er að flytja börn- um og unglingum góðar og nytsamar greinar, frásögur og fróðleik. Blaðið á einnig að verða talsmaður harna og unglinga, með því að taka smá- greinar og ljóð eftir þau sjálf, ef svo vel er frá þeim ritsmíðum gerigið, að þær þyki takandi í blaðið. Blaðið mun einnig verða auðugt að myndum. — En þess hæsta markmiö er þó, að vera góður engill barnanna, eins og sóst á myndinni á fyrstu blaö- síðu, — þar sem góður engill er að hvísla því góða í eyru þeirra og kennir börnunum, að fyrirverða sig ekki fyrir, að biðja daglega til Ouðs, sem er þeirra og vor allra faðir. Yinber konungsins. Það er getiö um konu nokkra á Skot landi, sem á köldum vetrardegi stóð fyrir utan gróðrarhús konungsins og horfði inn á vínberjaskúf, sem hékk fyrir innan gluggarúöuna, — hún hugsaði með sér: 0, að eg ætti þessi vínber, til þess að gefa litlu stúlkunni minni, sem er veik heima! Hún innvann sér fáeina aura með vinnu sinni, og svo fór hún og ætlaði að kaupa v/nberin. En garðvörður kon- ungsins varpaði henni út mjög óvæglega, og kvaðst ekkert hafa til sölu. Hún fór við svo búið og seldi nokk- uð af eigum sínum, svo nú hafði hún dálítið meira fé— og vonaði að nú mundi hún geta keypt vínberin handa litlu stúlkunni sinni veiku. En garðvörður- inn fór enn ver með hana en áður og rak hana burtu. Nú bar svo til, að dóttir konungsins var á skemtigöngu úti í garöinum og heyrði hvað fram fór. Og þegar hún sá fátæku konuna, sagSi hún við hana: Faöir minn er elcki kaupmaður og hefir því ekkert til sölu; en hann er konungur og getur gefiö. Síðan fór hún upp í stiga, tók niður vínberin og gaf þau fátæku konunni. Svo er það og með Jesúm Krist. Hann er konungur, og af náð sinni gef- ur hann ávexti öllum þeim, sem á hann trúa og láta af syndum sínum. Náð hans verður ekki keypt fyrir pen- inga. Tak í móti — borgunarlaust —• ávöxtunum úr víngaröi hans. Haltu líkama þínum hreinum og föt- um þínum heilum og þokkalegum, þótt þau séu lóleg. StaSföst lyndiseinkunn er höfuSstóll hins fátæka.

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.