Nýja Ísland - 01.01.1904, Blaðsíða 11

Nýja Ísland - 01.01.1904, Blaðsíða 11
i ver á myndinni, vil eg biðja yður gera svo vel, að færa skúflnn til á hinum myndunum og láta hann hanga niður aft- an við eyrað vinstra megin; bezt væri að hann breiddist ofurlítið út á öxlina og að það sæist ljóslega, að í honum er gott og fínt silki. —- Sömuleiðis vil eg biðja yður að breyta til um Saumavélina, sem er á borðinu fyrir framan mig, og í staðinn fyrir þessa úreltu keðjustingsmaskínu láta það vera „Saxoníu“ eða einhverja aðra nýmóðins vél. Ef þér haflð ekki Saxoníu við hendina, munu piltarnir í Fischersbúð góðfúslega leyfa yður að líta á hana sem allra snöggvast, eða sem bezt væri, hjálpa yður um prentaða mynd af henni. Svo bið eg yður að senda mér mynd- irnar sem allra fyrst, og vil eg helst að 9 af þeim séu stofumyndir, eða „skiliriu- myndir, eins og prófmyndin, en með breyt- ingum þeim, sem eg hef óskað að fá. Þá eru þrjár eftir, og vil eg að eg só með nýa skautið á einni, í fallegum bláum mötli með hvítum loðkanti í kring; og á annari óska eg að vera giímuklædd, því eg hef hugsað mér að verða á þrettánda- dansinum. og þætti mér þá gaman að geta tekið upp úr vasa mínum mynd af mér og sýnt kunningjunum í kring um mig. Þér getið sjálfur ráðið hvort þór látið mig vera f blómsturjómfrúr búningi eða bóndastúlku, því það er líklega ekki hægt fyrir yður, þegar tíminn er orðinn naumur, að sýna mig í báðum þessum búningum á sömu myndinni. Loks er eftir tólfta myndin, og óska eg að það verði landlagsmynd af mér 12x18 þuml. að stærð og mjög vönduð. Ef pening- arnir eru ekki nógir, sem þér haflð fengið, skal eg senda yður meira. — Fyrir alla muni hafið þér svo myndirnar allar skugga- lausar og mæta vel póleraðar. (Svar frá myndasmiðnum kemur í næsta blaði). Báruvísur. Nú blöðin hafa’ í bænum hjá oss býsna mörgu lýst, en „Báruna" í Ijósið ei þau draga, og þó er hún hór þarfast félag, það er satt og víst, og það mun verða skrifuð hennar saga, því iðja hennar er að draga allan flsk úr sjó og ala’ og flta reiðarana’, er seðjast aldrei þó; þeir haida það sé hásetunum hæfilegt og nóg, ef hryggina og tálkn þeir fá að naga. Þeir einir mundu allan draga auð í vasa sinn ef ekki þæfði „Báran“ neitt í móinn. — En hvernig færi’ ef hittist enginn hásetinn, sem húsbóndanum fylgja vildi’ á sjóinn? Þá stæðu skipin uppi öll og enginn kæmi’ á flot en útgerðin og kaupmennirnir iiðu ,bankarot‘ og Englendingar einir hefðu’ af útgerðinni not, því opinn stæði Trawlurum hver flóinn. í bænum yrði’ ei björgulegt, ég benda á það vil, ef „Báran“ ekki færði’ oss neina veiði. Það dygði skamt þótt drengirnir á daginn reyndu til að dorga fyrir marhnúta og seiði. Nei, hollast er að hásetarnir hafl skerflnn sinn,

x

Nýja Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.