Sumarblaðið - 17.06.1917, Blaðsíða 11

Sumarblaðið - 17.06.1917, Blaðsíða 11
SUMARBLAÐIÐ 5 Ábyrgö meölima íþróttafélaga. Ekki er annað auðveldara hér á landi en að stofna félög, virðist vera sama hvert raarkmið þeirra er, nóg er af mönnum til þess að ganga í þau. En ekki er það eitt nægilegt, að koma fé- s lagsskapnum á fót, sú er þrautin þyngri að halda honum við og rótfesta hann. Þar vantar oss íslendinga hæíileika. Sú snerting, sem vér verðum fyrir, er samtök um eitthvert málefni hefst, er horfin áður varir, því fer sem fer, að lítið liggur eftir mörg félög. Vér viljum reyna að benda á eitt atriði sem oss íinst vera orsök til þessa meins og munum þá ræða helzt um í- þróttafélögin. Við endurvakning iþrótta hér á iandi, f'> risu upp iþróttafélög, svo að segja i hverjum hreppi, og hefir vist engan órað fyrir því að ein kappglíma gæti komið öðru eins á stað. En nú er sem allir sjá, fátt orðið eftir af þessum fé- lögum, nema þá á pappirnum, fram- kvæmdir sjást ekki, svo teljanöi sé. Markmið íþróttafélaganna þarf ekki að skýra, það felst í orðinu: iþróttafé- lag. Þó viljum vér geta þese, að flest öll íþróttafélög hafa samskonar grein í lögum sinum sem hljóðar eitthvað á þá leið, að markmið félagsins sé að auka og efla íþróttir á þeim stað, sem félagið starfar. , Mcð því að gerast meðlimur í iþrótta- félagi, sem þannig orðaða grein, eða lika þessu, hefir í lögum sínum, taka menn að sér ábyrgð á framkvæmdum á því sem greinin bendir til, með öðrum orðum, allir meðlimir sem einn taka að sér ábyrgð á því að greinin verði ann- að en dauður bókstafur. öllum ábyrgð- +— um fylgir skylda, og skyldan sem liver meðlimur af frjálsum vilja leggur á sig, er hér sú, að íþróttir, með atorku þeirra, aukist og eflist. En iþróttafélög verða að gæta þess, að þau með lögum sínum taka að sér annað starf og mikið merkilegra en að halda uppi iþróttaæfingum, þær eru meðal til þess að ná tilganginura, og hann er sá að ala upp hrausta, djarfa, prúða og framsækna þjóð. Það er því ekki lítil skylda sem hver meðlimur tekur að sér, og ber hann á- byrgð á því að sínum hluta að félagið vinni að tilgangi sínum sleitulaust. öll félög velja sér framkvæmdarstjórn, undir þessari stjórn er það komið, hvern- ig og hve mikið það starfar, þar er því mikil ábyrgð sem hvílir á meðlimum, að vanda til stjórnarkosningu. Og með- limir skilja ekki hlutverk sitt fyr en þeir fylgjast með gerðum stjórnar sinn- ar, og gefa gaum að, hvernig henni fer starfið úr hendi. Stjórn hefir þá skyldu að rækja, við meðlimi, að standa svo í stöðu sinni, að traust þeirra til stjórn- arinnar veiklist ekki, en þá kemur aft- ur gagnskylda meðlima, að þeir dragi ekki úr framkvæmdum stjórnarinnar, þegar þær fara í öllu samkv. lögum félagsins. En það á sér einmitt oft stað í iþróttafélögum, að meðlimir verða til þess að standa í vegi fyrir gengi fé- lagsins, þarsem það er undir þátttöku meðlima komið, hvernig félagið kemur fram útávið. En í því efni er einmitt mjög áríðandi að meðlimir finni til þeirrar ábyrgðar og skyldu, sem á þeim hvilir gagnvart félaginu og þá gagn- vart stjórn félagsiris, sem um framkæmd- irnar á að sjá, og leggi í hendur stjórn- arinnar þá krafta, sem þeir eiga til, fúsir til að neyta þeirra á þeim stað og stundu, sem stjórnin ákveður. En það hefir marg sýnt sig, að með- limir íþrótafélaganna þekkja ekki þessa skyldu sína, lieldur verða margir til að draga úr framkvæmdum og gengi fé- iags síns, með því að telja ýms, órök-

x

Sumarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumarblaðið
https://timarit.is/publication/535

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.