Ný þjóðmál - 05.07.1974, Blaðsíða 7

Ný þjóðmál - 05.07.1974, Blaðsíða 7
NÝ ÞJÓÐMÁL 7 600 þús- und fyrir hvert orð? Vegna meiðyrðamáls, sem nokkrir forvigismenn „Varins lands” hafa höfðað gegn Einari Braga rithöfundi, hefur hann farið þess á leit við stjórn Rihöf- undasambands Islands, að hún skipi nefnd 12 rithöfunda, sem falið verði að leggja mat á, hvort hún telji kærumál af þessu tagi árás á tjáningarfrelsi manna eða ekki. Bréf Einars Braga tii stjórngr Rithöfundasambandsins er svohljóðandi: Með stefnu útgefinni í Reykja- vík 20. júni s.l. hafa 12 nafn- greindir menn, sem kalla sig að- standendur alkunnrar undir- skriftasöfnunar, er fram fór á siöastliönum vetri, höföað meið- yrðamál á hendur mér vegna til- tekinna orða og ummæla i grein eftir mig i Þjóðviljanum 18. jan. 1974. Telja stefnendur, að i henni sé „farið ærumeiðandi ummælum um undirskriftasöfnunina og að- standendur hennar”. Hin um- stefndu orð eru þannig greind i stefnu aðstandenda: „Stefnendur telja, að eftirgreind orð og um- mæli i hér umræddri grein...séu ærumeiðandi fyrir sig: 1. fyrirsögn greinarinnar: ,, Votergeit-vixillinn ’ ’. 2. Eftirfarandi ummæli i grein- inni: „Upp er risinn hópur hugprúðradáta,sem grátbiðja þjóðina að hefja minningarár ellefu alda búsetu i landinu á þvi að undirrita beiðni um er- lenda hersetu á íslandi . . .” ” Onnur eru stefnuatriöin ekki. Þetta eru 28 orð að meðtöldum fjórum forsetningum, tveimur nafnháttarmerkjum og einu til- vísunarfornafni. Fyrir þetta krefjast aðstandendur sex hundr- uö þúsund króna i miskabætur, tuttugu og fimm þúsund króna i öðru skyni og þar á ofan 9% árs- vaxta frá 18. janúar 1974 til greiðsludags.Það gerir tuttugu og tvö þúsund þrjú hundruð tuttugu og eina krónu fimmtiu og sjö aura á orð, að ótöldum vöxtum. Vegna þess að i skilgreiningu á hlutverki Rithöfundasambands íslands er tekið fram, að tilgang- ur þess sé m.a. að standa vörð um tjáningarfrelsi, fer ég hér með fram á, aö stjórn Rithöfundasam- bandsins tilnefni svo fljótt sém verða má 12 rithöfunda i nefnd, sem falið verði að leggja mat á, hvort kærumál og fjárheimtur af þessu tagi séu árás á tjáningar- frelsi manna eða ekki. Blaðahornið Framhald af bls. 2. betra skilið og hann verður að sjálfsögðu að gera það upp við sig á næstunni, hvers vegna hann naut sin ekki betur nú en raun varð á”. Á kannsi að fara að steypa Gylfa? Eða hvað? En þótt Gylfi hafi verið ákveðinn á mánudaginn, þá dró hann fljótlega nokkuð i land, og i viðtali við Morgunblaðið á mið- vikudaginn kvað við nokkuð annan tón: „Það er misskilningur sem fram kemur i einu dagblaðanna i gær, sagði Gylfi, að ég hafi gef- ið nokkra yfirlýsingu fyrir hönd Alþýðuflokksins um, að Alþýðu- flokkurinn muni ekki taka þátt i neinu stjórnarsamstarfi. Þaö er flokksstjórn Alþýðuflokksins, sem tekur ákvöröun um þaö, hvort flokkurinn tekur þátt i stjórn eða ekki. Alþýðuflokkn- um hefur ekki enn borist neitt • tilboð um aðild að rikisstjorn, svo það er ekki von, aö nokkur ákvörðun i þessu efni hafi verið tekin. Flokksstjórnin hefur hins vegar þegar rætt málið frá öll- um hliðum og mun fjalla um það, sem gerist i þessum efn- um.” Sagt er að ástæðan fyrir þess- um breyttu blæbrigðum á af- stöðu Gylfa sé sú umræöa, sem fram fór á flokksstjórnarfundi i Alþýðuflokknum s.l. þriðju- dagskvöld. Gjöf Jóns Sigurðssonar Á fjárlögum fyrir 1974 er veitt ein milljón króna til sjóðsins Gjafar Jóns Sigurðs- sonar. Um úthlutun þessa fjár voru settar nánari reglur með þingsályktun 29. april s.l. Er verðlaunanefnd sjóðsins heimilað að úthluta þvi i samræmi við ákvæði um vexti sjóðsins, en þó má viðurkenna viðfangsefni og störf höf- unda, sem hafa visindarit i smiðum. 1 reglum sjóösins frá 1911 segir, að vöxtum skuli verja til „verðlauna fyrir vel samin visindaleg rit, og annars kostar til þess að styrkja útgáfur slíkra rita og til þess að styrkja útgáfur merki- legra heimildarrita. — Öli skulu rit þessilúta að sögu ls- lands, bókmenntum þess, lögum, stjórn og framförum.” Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar auglýsir hér með eftir umsóknum um fjárveitingar úr sjóðnum. Skulu þær stilaðar á verðlaunanefndina, en sendar mennta- málaráðuneytinu fyrir 1. september n.k. Umsóknum skulu fylgja rit eða ritgerðir eða greinargerðir um rit i srniöum. Verölaunanefndin mun skipta fjárveitingu þeirri, sem Alþingi hefur veitt, ef ástæða þykir ti!, þegar umsóknir hafa verið kannaðar. Reykjavik 1. júli 1974 i verðlaimanefnd Gjafar Jóns Sigurðs- sonar (iils Guðmundsson Magnús Már Larusson Þór Villijálmsson Lausar stöður Við Menntaskólann I Hamrahllðeru lausar kennarastöður t efnafræði, stærðfræði og leikfimi (1/2 staða). Æskilegt er, að umsækjendur geti tekið að sér kennslu I fleiri grein- um en einni. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rtkisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 24. júli n.k. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 25. júni 1974. Lausar hjúkrunarkennarastöður við heiIsugæslustöðvar Við heilsugæslustöðina i Stykkishólmi með aðsetri i Grundarfirði og við heilsu- gæslustöðina á Patreksfirði með aðsetri á Bildudal eru lausar stöður hjúkrunar- kvenna frá 1. september n.k. Upplýsingar um stöðurnar gefur heil- brigðis- qg tryggingamálaráðuneytið. Heilbrigöis- og tryggingamálaráðuneytið 26. júni 1974. Umferðarfræðsla 5 og 6 óra barna I Hafnarfirði og Kjósarsýslu Lögreglan og umferðarnefndir efna til umferðarfræðslu fyrir 5 og 6 ára börn. Hvert barn á þess kost að mæta tvisvar klukkustund i hvort skipti. Sýnt verður brúðuleikhús kvikmynd, og auk þess fá þau verkefna spjöld. 5. júii. Varmárskóli Mosfellssveit 8.-9. júli öldutúnsskóli Lækjarskóli Ifl.-ll. júli. Viðistaðaskóli Barnaskóli Garðahrepps 5 og 6 ára börn: kl. 10.00 5 ára börn: 09,30 14.00 11.00 10.00 (i ára börn: 0.9.30 14.00 11.00 18.00 Reiðhjólaskoðun fer fram á ofangreindum stöðum, á sama tima. Lögreglan i Hafnarfirði og Kjósarsýslu. Staða yfirmanns fjölskyidudeildar stofnunarinnar er laus til umsóknar. Umsækjandi með próf I félagsráðgjöf gengur fyrii. Laun samkvæmt 20. launaflokki eftir nýgerðum kjara- samningum við Starfsmannafélag Reykjavikurborg- ar. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf þurfa að berast fyrir 18. júli n.k. ■ Felagsmalastofnun Reykjavíkurborgar 'V Vonarstræti 4 sími 25500 Viðlagasjóður auglýsir Lokagreiðsla bóta fyrir þær húseignir, sem Viðlagasjóður hefur keypt i Vest- mannaeyjum, hefst mánudaginn 1. júli kl. 9.30. Nauðsynlegt er að skráðir eigendur ofan- greindra fasteigna komi sjálfir, eða sendi fulltrúa sinn með fullgilt umboð til að taka við greiðslu. Viðlagasjóður. Laust embætti er forseti íslands veitir Embætti háskólabókavarðar er laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 1. ágúst n.k. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rlkisins. Umsækjendur um embætti þetta skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Gerður er fyrirvari um, að hugsanleg samtenging há- skólabókasafns og landsbókasafns kunni að hafa I för með sér breytingar á stöðu háskólabókavarðar Menntamálaráðuneytið, 1. júli 1974. SiÚTBOÐ Innlend tilboð óskast i siniði dyrabúnaðar og loftrista i dreifistöðvar fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur. Úlboðsgiign eru afhent á skrifstofu vorri gegn 2000 króna skilatryggingu. I'ilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 18. júli 1974, kl. 11.00 f.h. }NNKAU^ÁSTOFN0N fE¥K)AylKURBp|lOÁR j, rf Hkitlí jttV9Í'3-R i.Símf 2S8ÖÓ é.:'~ Tilkynning til bifreiöaeigenda í Reykjavík Vegna sumarleyfa starfsfólks Bifreiðaeft- irlits rikisins i Reykjavik, verður að draga verulega úr starfsemi stofnunarinnar á timabilinu 8. júli til 2. ágúst. Bifreiðaeigendur eru beðnir að draga sem allra mest úr umskráningum á þessu timabili. Engin aðalskoðun verður auglýst i Reykjavik i júlimánuði. Samkvæmt auglýsingum lögreglustjóra i Reykjavik, eiga allar bifreiðar, sem bera lægra skráningarnúmer en R-19201, að vera mættar til aðalskoðunar fyrir 1. júli n.k. Bifreiðaeigendum, sem eiga óskoðaðar bifreiðar, sem eiga að vera mættar til aðalskoðunar samkvæmt áðurnefndum auglýsingum, er þvi bent á, að koma með bifreiðarnar til skoðunar dagana 1. til 5. júli n.k. Reykjavik, 27. júni 1974. Biíreiðaeftirlit rikisins.

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.