Ný þjóðmál - 05.01.1978, Blaðsíða 4

Ný þjóðmál - 05.01.1978, Blaðsíða 4
4 NÝ ÞJÖÐMÁL Fimmtudagur 5. janúar 1978 VIÐ UPPHAF NÝS ÁRS Forustumenn helstu i&nrlkja á fundinum I London I fyrra, þar sem Carter hélt sig hafa ná6 samkomulagi vift forsætlsráftherra Japans og Vestur-Þýskalands. Frá vinstri Andreottifrá ítaliu, Fukuda frá Japan, Giscard frá Frakklandi, Carter frá Bandarikjunum, Schmidt frá Vestur-Þýskalandi, Callaghan fra Bretlandi og Trudeau frá Kanada. í flokki þeirra þróunarríkja, sem hafa tekið erlend lán langt umfram greiðslugetu og eru nú kom- in eða að komast í greiðsluþrot. Hefur því meira að segja verið hreyft, að greiðslufall af hálfu þessara ríkja, sem dreifast á Afríku, Rómönsku Ameríku og Austur-Asíu, geti valdið keðjuverkun sem leiði af sér bankahrun í stórum stíl með ófyrirsjáanlegum af leiðingum. Ástæðurnar sem liggja til að Nigeria hefur neitað að uppfylla samning um skreiðarkaup fyrir milljarða króna er meira á huldu, en þó virðist Ijóst að vanefndirnar eru ein af af- leiðingum þess að þetta öf lugasta ríki Vest- ur-Afríku hefur tekist á herðar greiðslu- skuldbindingar af lítilli fyrirhyggju og f restar þvi eftir föngum að þurfa að standa við þær, þrátt fyrir verulegar tekjur af olíu- útf lutningi. Loks má lita til Evrópu, þar sem greiðslu- vandkvæði Portúgals gera að verkum að þýðingarmesti saltf iskmarkaður okkar get- ur lokast að meira eða minna leyti á nýbyrj- uðu ári. Gengissigið Þýðingu hagþróunar i heiminum fyrir af- komu okkar og f jármálaþróun í landinu má þó öðru fremur marka af þvi, hverjar af- leiðingar stöðugt verðfall bandaríska doll- arans á alþjóðlegum peningamarkaði á síð- asta ári hafði fyrir skráningu gengis ís- lenskrar krónu og þar með fyrir verðlags- þróun í landinu. Bandaríkin eru stærsti út- flutningsmarkaðurinn fyrir íslenskar fisk- afurðir, og þegar útflytjendur á þann markað telja að afkomu sinni þrengt skap- ast stöðugur þrýstingur til að láta krónuna síga gagnvart dollarnum. Svo þegar við þetta bætist að dollarinn lækkar jafnt og þétt gagnvart helstu myntum í öðrum álf- um, verður gengissig íslensku krónunnar gagnvart þeim hálfu meira en ella. Svona er gengissigið mikla á síðasta ári til komið, og það hækkar svo allan innflutning til landsins í verði. En ekki er ófróðlegt að athuga, hvernig stendur á gengisfalli dollarans upp á síð- kastið. Það er þannig til komið, að banda- rísk f jármálayfirvöld hafa látið dollarann falla af ráðnum hug til að bæta samkeppn- isaðstöðu bandariskra útflytjenda á heims- markaðnum. Snemma á síðasta ári taldi Carter forseti sig hafa náð samkomulagi við tvö önnur öf lugustu iðnriki heims Vest- ur-Þýskaland og Japan, um að þau ásamt Bandaríkjunum rækju þenslustefnu í efna- hagsmálum, til að leitast við að örva heims- viðskipti í heild með sinu mikla, sameigin- lega framleiðslu- og f jármálaaf li, og vinna þannig bug á samdrætfinum sem ríkt hefur síðan olíukreppan skall á og valdið tilfinn- anlegu atvinnuleysi í flestum iðnríkjum, ekki síst Bandaríkjunum. En þegar til kom gerðu stjórnir Vestur-Þýskalands og Jap- ans miklu.minna í þessa átt en Bandaríkja- stjórn taldi þær hafa heitið. Svar Banda- rikjamanna var að láta dollarann falla, svo að bandarískir útflytjendur stæðu betur að vígi gagnvart keppinautum sínum í Vestur- Þýskalandi og Japan. AAikið er til í þeirri málsvörn Bandarikjastjórnar, að þessi gengisfallsstefna hafi verið óhjákvæmileg af hennar hálfu til að afstýra því að þing landsins yrði við kröfum um stórauknar hömlur á innf lutningi, sér í lagi frá Japan. Hættan er höft Án þess að út í það sé f arið að útlista spár um hagþróun í heiminum á nýja árinu, skal þessgetiðaðflestir virðast sammála um að tilhneiging til verndarstefnu fyrir heima- iðnað og. innf lutningshafta í löndum með mikinn greiðsluhalla og atvinnuleysi sé mesti voðinn sem nú vofir yfir afkomu heimsbyggðarinnar. Ekki þarf að lýsa því, hverjar afleiðingar af útbreiðslu hafta- stef nu yrðu f yrir okkur íslendinga, sem er- um flestum þjóðum háðari milliríkjaversl- un. En þessar tvísýnu horf ur um hagþróun og útflutningsskilyrði sýna rækilega þörfina á að við sjáum fótum okkar betur forráð um stjórn eigin f jármála og tökur erlendra lána en verið hefur. Þegar svo er komið að fimmta hver króna sem aflað er með út- flutningi í góðæri fer til að standa straum af erlendum skuldum, en er ekki til ráðstöf- unar til neyslu, má geta nærri Jiver áhrif það hefði ef verðfall yrði á útflutningsaf- urðum okkar eða markaðir lokuðust. Þá gæti hæglega svo farið, eins og komið er til- hneigingunni til að meta allt til peninga og skipa lífsþægindum í f remstu röð, að deilan um herstöðvaleigu fyrir landið yrði ekki viðfangsefni einhvers útjaðars í Sjálf- stæðisf lokknum eins og nú er, heldur breyt- ist i örlagaríkt viðfangsefni á íslensku stjórnmálasviði. Skilyrði fyrir stefnubreytingu Ég er þess fullviss, að því rækilegar sem menn skyggnast eftir sólarmerkjum innan lands og utan í upphaf i nýs árs, því Ijósara verður þeim að nýja kjörtímabilið sem nú fer i hönd er líklegt til að ráða úrslitum um með hverjum hætti íslenska þjóðin lagar sig að breyttum afkomuskilyrðum. Tökin sem mál þjóðarinnar verða tekin að afstöðnum kosningunum í ár geta hæglega skipt sköp- um um hvort aðlögunin gerist með sam- stæðum ráðstöfunum, þar sem hagsmunir sérhagsmunahópa i forréttindaaðstöðu eru látnir víkja fyrir þörf heildarinnar, eða hvort látið verður koma til hruns og öng- þveitis, sem stef nt getur í voða sjálfsbjarg- argetu og sjálfsforræði þjóðarinnar. Enginn vafi er á að núverandi stjórnar- flokkar halda áfram samstarfi að kosning- um loknum, telji þeir sér það fært að fengnum dómi kjósenda. Ekkert bendir til að þeir rriyndu breyta verulega um stefnu frá því sem verið hefur á liðnum árum. Á þeim sem vilja stefnubreytingu hvílir því sú skylda, að hyggja að hvernig þeir geta varið atkvæði sínu þannig að sú krafa komi sem skýrast fram. Við sem störfum í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna teljum reynsluna sýna að Samtökin-séu ómissandi, ef skilyrði eiga að vera fyrir stefnubreytingu, og atkvæði greidd þeim vegi því þyngst i þeirri vogarskál. Ég óska lesendum öllum árs og friðar og þakka samtakafólki liðið ár. FRELSISKALL í LJÓÐMÁLI HRAFNINN FLÝGUR UM AFTANINN. Ljóö eftir Baldur Pálmason. tJtgefandi: Þjóðsaga Hönnun: Hafsteinn Guðmunds- son. Þaö hefur lengi verið á vitoröi margra, sem renna hýrum augum til ljóða og kveðskapar, aö Baldur Pálmason, dagskrár- fulltrúi hjá útvarpinu, væri ljóð- hagur i betra lagi. Þegar ljóð- mál hans hefur bprið fyrir augu á hverfulli siðu einhvers dag- blaðs, hafa menn lesið það með áhuga, og notið yls i huga af seiömiklum máltöfrum og sér- stæðum efnistökum litla stund. En meiri hafa kynni alls al- mennings af ljóðmáli Baldurs ekki orðið —-fyrr en nu, og þykir mér raunar, og ef til vill fleiri, aöum ofhafi dregisthjá honum að senda frá sér kver. En nú er það loks komið og nefnist: Hrafninn flýgur um aft- aninn. í þeirri nafngift felst hlédrægni, sem höfundinum er eiginleg, og veldur drættinum. Og þeir, sem muna eitt og annað sem borið hefur fyrir augu frá hans hendi á liðnum árum munu margs sakna, þegar þeir líta yfir kverið, og þykja sem hlédrægnin hafi veriö helst ráð- rik. En litum snöggvast á það, sem fram er reitt. Bókin er 70 blaðsiöur og kvæðaskráin nefnir 17 ljóð, sem skipað er i þrjá flokka, Náttmál — fimm ljóð — Lágnætti — fjögur ljóð og Otta —átta ljóð. Loks vikur höfundur nokkrum oröum að lesanda svo sem til skýringar — eða afsök- unar, þær skýringar mætti gjarnan lesa fyrst, eða þá eftir fyrsta lestur, og byrja siðan af t- ur. Mun þá margt skiljast gerr og njótast betur. Fyrsti ljóðakaflinn — Náttmál —er frelsisljóð, en raunar ómar sá strengur skærast i ljóöunum öllum. Fyrsta og lengsta ljóðið i bókinni nefnist Herör gegn her. og er um vonsvik þeirrar kynslóðar, sem alheimti sjálf- stæði og stofnaði lýöveldi á björtum frelsismorgni og átti þann draum að lifa alfrjáls i óháðu landi. Þá „féllu að land- inu hafstraumar hrifningar- gleði”. En — „stundin var stutt okkar yndis stundin sem vannst til að finna óskina rætast og eflast óskina læsast i huga. Óskin var uggþorni stungin óvirt af gungum og þjösnum”. Ljóðið er lika um þá kynslóð, „tvitugan pilt og tvituga stúlku Framhald á bls. 6

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.