Íslenzkt verzlunarblað - 15.08.1913, Blaðsíða 3

Íslenzkt verzlunarblað - 15.08.1913, Blaðsíða 3
Nr. 1 ÍSLENZKT VERZLUNARBLAÐ 3 smámunir, sem að því lúta. Haf hugann við verk þitt; nota vib það ákveðna aðferð og skipulag. Skift tímanum þannig, að þú eyðir ekki neinu augnabliki til einkis. Spara tímann i eins og nízkur maður sparar fé, nota sér- hvert tækifæri til þess að auðga þekking þína. Eað eru fimm eiginlegleikar, sem sérhver dug- legur kaupmaður verður að hafa til að bera, sem sé: ráðvendni, heilbrigði, lipurð, kostgæfni og þekking á sviði verzlunar. Lát þér vera minnisstætt, að stund- vísi og kostgæfni hafa ávalt góð- ar afieiðingar. Menn þokast upp á við á meðan viljann til þess að nema brestur ei. \ Hvernig breyta ber vid kaup- endur. Ver kurteis við kaupendur, en ekki auðmjúkur. Ekki er ávalt hægt að sjá hví-líkur kaupandinn er á klæðaburði hans, ver þess vegna jafnkurteis við alla kaupendur. Forðast að mótmæla því, sem kaupendur segja, rökræð aldrei verðið, held- ur gæði vörunnar, því að þegar öllu er á botninn hvolft, er að eins um þau að ræða. Ver rétt- látur bæði gagnvart kaupandan- um og yfirmanni þínum er þú vegur og mælir. Kaupendurnir verzla helzt við þann afgreiðslu- mann, er þeir vita, að þeir geta treyst sem ráðvöndum manni. Ver ekki liþrari, er þú afgreiðir ungar stúlkur fríðar sýnum, en þegar þú afgreiðir þær, sem eldri eru og miður fríbar. Veit öllum kaupendum sama athygli og vel þér ei ákveðna, er þú vilt frem- ur afgreiða en aðra. Pann verður að afgreiða fyr, sem fyr kemur. Gang vandlega trá öllu, hve smávægilegt sem það er, góður umbúnaður er eins og góð rit- hönd, hin beztu meömæli. Af- greiðslumaðurinn á ekki einungis að vera duglegur að selja, en hann verður einnig ávalt að muna, að honum er trúað fyrir því, að halda uppi heiðri og áliti verzl- unarinnar. Pað er afgreiðslumanni enginn hægðarleikur, að vera að öllu leyti skyldurækinn, því að til þess að vera það, þurfa bæði kaupendurnir og yfirmaðurinnn að vera ánægðir. Sérhver ánægður kaupandi er lifandi meðmæli. Ver því ávalt vingjarnlegur, en aldrei dutlungafullur gagnvart kaupend- unum. Komi einhver, sem vill kaupa eitthvað, skömmu áður eti" lokað er, þá lát hann aldrei á þér heyra, að þú sért að flýta' þér, til þess að geta lokað sem fyrst; þú verður ekki fyr búinn fyrir það, og verði kaupandi þess var, kaupir hann næst í annari búð. Ver þolinmóður, þegar kaupend- ur eru seinlátir. Gjör þér far um að muna nöfn og þekkja andlits- fall einstakra manna, því að kaup- endum er geðfelt, að vera á- varpaðir með nafni er þeir koma inn í búðina. Afgreið börn einnig gaumgæfilega; þau hafa vana- lega mikil áhrif á foreldra sína. Komi börn með pantanir, skal einkum fara nákvæmlega eftir þeim. Listin að selja. Vilji einhver kaupa tannstöng- ul á einn eyri, þá ráðlegg hon- um einnig að kaupa hylki utan um hann, því að með þessu móti kemur þú út fleiri vörum. Átomat selur að eins það, sem krafist er, en duglegur afgreiðslu- rnaður selur oft þrisvar til fjórum sinnum meira. Æðsta lögmál sér- hvers afgreiðslumanns á að vera þetta: Haf þá trú, að vörur þín- ar séu betri en vörur keppinauts þíns; ver sannfærður um það, þá munt þú einnig geta sannfært aðra um það. Sjálfstraust er hin öruggasta hlíf afgreiðslumannsins, ef hann hefir það ekki til að bera, mun honum veitast erfitt að sannfæra nokkurn mann um, að einmitt þær vörur, sem hann hælir, séu þær beztu, sem til eru af þeirri vörutegund. Afgreiðslumaðurinn má aldrei vera ólundarfullur eða í vondu skapi, heldur snar og geta ávalt komið vel fyrir sig orði, ef á þarf að halda. Hann á að temja sér látlausa greiðvikni, þannig að Irmanstokksmunir G/as Montre dkilai í sölubúðir í nýtízku gerð Fritz Werner Teikning og áætlun er látin í té Brjóstlíkanir úr vaxi Kabenhavn Glugga - úlbúnaður Biðjið um verðskrá

x

Íslenzkt verzlunarblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzkt verzlunarblað
https://timarit.is/publication/563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.