Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Page 22

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Page 22
Magnús Lórenzson, 1. vélstjóri á bv. Kaldbak. Heiðursverðlaun Sjómannadagsins hlutu: Jón Jóhannsson, Jóhann Steinsson, Guðm. Guðmundsson (kona hans Sólveig Jóhannsdóttir, veitti verðlaununum móttöku, þar sem hann var á sjó) og Sigurður Guðmundsson. AFREKSVERÐLAUN Sjómannadagsins 1959 hlutu Magnús Lórenzson vélstjóri fyrir að bjarga skipsfélaga sínum, er fallið hafði útbyrðis í stormi og stórsjó á Halamiðum. (Því miður eru ekki fyrir hendi nánari upplýsingar). Og Sigurður Kristjánsson stýrimaður einnig fyrir björgun skipsfélaga við erfiðar aðstæður, og fylgir hér með útdráttur úr bréfi skipstjórans um þann atburð. Hinn 16. apríl s. 1. var bv. Norðlendingur ásamt nokkrum öðrum togurum að veiðum á „Fylkismiðum“ við Austur-Grænland. Afli hafði verið ágætur undanfarin dægur, en veðrátta risjótt. Þennan um getna dag var veður með bezta móti fram undir hádegi, og voru ÖU skipin að veiðiun og aflinn góður. Um hádegisbil fór veð- ur versnandi og jókst ört í slæmsku veður. Um kl. 13,30, er varp- an var hífð upp, reyndist að vera í henni góður afli, en veður þá þegar orðið slæmt. — Lét ég þá kalla á báða stýrimennina, sem þá höfðu fyrir skömmu gengið til hvíldar, á þiljur, til þess að inn- byrða aflann og vörpuna með öðrum skipverjum. Hugðist ég láta sjóbúa skipið til þess að lóna í veðrið, þar eð landvars er ekki að leita um þessar slóðir á þessum árstíma, vegna íss. — Vorum við með bakborðsvörpu úti. — Framhald á bls. 38. Sigurður Kristjánsson, 2. stýrimaður á bv. Norðlendingi. Árni Guðmundsson, skipstjóri á bv. Jóni forseta. Þorvaldur Árnason, skipstjóri á mb. Hafþór. 6 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.