Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Side 56

Sjómannadagsblaðið - 12.06.1960, Side 56
KYNLEGIR FUGLAR Þessir kynlegu fuglar liggja ekki á eggjum sínum, en verpa þar sem hiti er í jarSveginum. Sumir safna saman skógarlaufi, sem síSan hitnar í, og heldur eggjunum hœfilega heitum. Meginland Ástralíu og eyjarnar í norðri eru aðsetur fugla, sem eru silalegir í hreyfingum, dökkir eða brúnir að lit og af stærð alifugla. Þeir eru stórfættir og kallast einu nafna Stórfætlingar (Megapodiiae). Þeir fljúga næstum aldrei, hafa garg- andi rödd og sjást sjaldan þar sem menn búa. Fuglar þessir eru kyn- legir að því leyti, að þeir liggja ekki á eggjum sínum líkt og aðrir fuglar, en láta þau ungast út í haugum, sem þeir búa til. Hinar ýmsu tegundir Stórfætlinga nota mismunandi að- ferðir til þess að hita upp varphaug- ana og halda hitanum í þeim hæfileg- um, til þess að eggin ungist út. Að- ferðirnar eru eftir því, hvað bezt hæfir þeim staðháttum, sem hinar ýmsu tegundir búa við. Egg sín grafa þessir fuglar í sólbakaða sanda, eld- fjallajarðveg eða hauga, sem hiti myndast í við gerjun. Ein tegund, sem heima á í Ástralíu, kallast Mallí (Mallee). Hann býr til geysistóra hauga úr jarðvegi og jurtaleifum og notfærir sér á þann hátt sólarhita og hita, sem myndast við efnabreyting- ar. Honum tekst að halda hitanum í haugnum 92° á Fahrenheit, og hita- breytingum, sem ekki fara yfir 1° F., þrátt fyrir misjafnt veðurfar. Ung- arnir sjá aldrei foreldra sína, þeir koma úr eggjunum langt niður í jarðveginum, brjóta sér braut upp á yfirborðið, hlaupa inn í skógar- þykknið alfiðraðir, og eru færir um að bjarga sér sjálfir frá byrjun. Fyrstu Evrópumenn, sem fengu vitneskju um þessa fugla, voru menn, sem komu til baka úr leiðangri Mag- ellans (1519—1522). Gemalli Careri, sem var einn þeirra, segir í endur- minningum sínum frá fugli á stærð við lítinn alifugl, verpi fuglinn eggj- um stærri en hann er sjálfur, grafi þau í jörðu og láti hita frá sól og sandi unga þeim út. Þeirra tíma Ev- 40 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ rópumenn trúðu því, að til væru djöflar og hafgúur, en þeir trúði ekki því, að til væru fuglar, sem unguðu út eggjum sínum á þennan hátt. Sögu Careris vra vísað á bug og hún talin vera uppspuni. Þegar landnemar Ástralíu fundu stóra hauga langt inni í landi, furð- aði þá á því, að mæður af kynstofni frumbyggjanna skyldu byggja slíka sandkastala til skemmtunar fyrir börn sín. Seinna fundu landnemar Norður-Ástralíu stóra hauga, þeir töldu hauga þessa vera legstaði stríðsmanna. Innfæddir menn sögð- ust hvorki byggja hauga fyrir börn eða dauða menn. Þeir fullyrtu, að haugarnir væru hreiður fugla. En hver gat trúað jafn ótrúlegum sög- um villimanna ? Landnemarnir héldu áfram að efast um sannleiksgildi sögusagna villimannanna um hina tilbúnu hauga. Árið 1840 var hér skjótur endir á gerður. John Gilbert, brautryðjandi í náttúrufræði, gróf inn í haugana og fann þar auðvitað egg. Innfæddir menn brostu í kamp- inn. Þegar ég heyrði um þessa varp- hauga, fór ég að hugsa um, hvers vegna aðrir fuglar hefðu ekki tekið upp þessa aðferð líka. Hvers vegna unguðu þeir ekki út eggjum sínum á þennan auðvelda hátt, í stað þess að taka á sig hættur og erfiði, sem venjuleg útungun hefur í för með sér? Eftir að hafa gefið gætur að Mallífuglinum, furðar mig ekki leng- ur á þessu. Bygging og viðhald varp- haugsins útheimtir mikla leikni, en auk þess mikið erfiði mestan hluta ársins. Venjuleg útungun hlýtur að vera auðveldari á allan hátt. Stórfætlingar á Celebes- og Mol- ucca-eyjunum hafa tamið sér aðferð- ir, sem ekki útheimta alveg eins mik- ið erfiði. Loftslag er heitt og hita- breytingar litlar eftir árstíðum. Þar sem fuglarnir hafast við, skyggir skógurinn á jarðveginn, hann hitnar Mallí-karlfugl að verki í birtingu að vori til. Hann opnar útungunarhauginn til þess að láta of mikinn hita, sem myndazt hefur við gerjun, rjúka burt og viðheldur þannig hitanum í 92° F.

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.