Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Side 66

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Side 66
Skipasmíðar innanhúss Enskar skipasm íðastödvar íjárfesta i' tækjabúnadi, til að auka samkeppnismöguleikana Skipamiðlarar í London greindu frá því nýverið í skýrslu um kaupskipaútgerð og skipasölu almennt, að þeim skipum fjölgaði stöðugt, sem lægju verkefnalaus. Að sögn skipaeigenda eru þau farmgjöld, sem greidd eru það lág, að þau hrökkva engan veginn fyrir útgerðarkostnaði. Verð á not- uðum skipum er einnig of lágt um þessar mundir, til þess að menn geti selt og losað sig þannig úr vandanum, jafnvel þótt kaupend- ur fengjust. Þó gera menn ráð fyrir einhverjum bata, þar sem vextir hafa verið lækkaðir, en vaxta- byrðin hefur hvílt þungt á útgerð- inni. Fjárfesting í skipasmíðum Það skýtur því skökku við, þeg- ar breski skipasmíðaiðnaðurinn er að fjárfesta í skipaiðnaðinum og mun hafa varið um 30 milljónum punda á seinasta ári í að auka hagræðingu og framleiðni. Þá mun fé þetta einnig bæta bresk- smíðuð skip, en útgerðir gjöra sí- auknar kröfur um gæði, endingu og hagkvæmni. Gott dæmi um þetta er ný skipasmíðaskemma, sem reist hefur verið í Aberdeen á Skotlandi og vígð var 10. september árið 1982. Kostaði skemman tvær milljónir sterlingspunda, en eig- endur eru Aberdeen Shipyard of Hall Russel Ltd. Stöðin var formlega opnuð af formanni sambands skipasmíða- stöðva í Bretlandi, Robert Atkins- son. Það má segja sem svo, að ef til vill varði íslendinga lítið um skipasmíðastöð, sem reist er úti í heimi, jafnvel ekki í Aberdeen, / Hollenska „Dómkirkjan“. 66 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.