Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1923, Side 104

Eimreiðin - 01.01.1923, Side 104
100 TÍMAVELIN eimreiðin veik von að vísu, en samt sem áður betri en fullkomið von- leysi. Og auk þess varð því ekki neitað, að þessi heimur var líka fagur og merkilegur. En svo var það nú sennilegast, að vélin væri einhverstaðar t nágrenninu. En þá var um að gera að vera rólegur og komast eftir því, hvar hún væri fólgin og ná henni með ráð- kænsku eða snarræði. — Stóð eg nú upp og fór að hugsa um, hvar eg gæti fengið mér bað. Eg var stirður og óhreinn og langaði til þess að hressa mig. Eg var nú miklu rólegn, og skildi sannast að segja ekki í mér að láta svona eins og óður maður um nóttina. Eg rannsakaði vandlega alla stað- hætti umhverfis grasflötina. Eg eyddi nokkrum tíma í það, að reyna að láta nokkra af þeim, sem komu í nánd við mig’ skilja spurningar mínar, en árangurslaust. Þeir höfðu enga hugmynd um hvað eg átti við með bendingum mínum og teikn- um. Sumir gláptu á mig eins og bjánar. Aðrir hlógu að mér. Eg varð að taka á allri stillingu minni, að reka þeim ekki löðrung á þessi fallegu hlæjandi andlit. Það var heimskuleg hugsun, en óttinn og reiðin gerðu það að verkum, að það var grunt á því góða í mér og eg var ákaflega æstur. Þá var skárra að spyrja sjálfan grassvörðinn. Eg tók eftir því, að hér um bil mitt á milli fótstallsins stóra og traðksins eftir mig. þegar eg lenti fyrst og fékk byltuna, mátti sjá greinileg för 1 jarðveginn. Fann eg nú fleiri merki um það, að vélinni hafði verið ekið burt, og fram með förunum sáust spor, ákaflega einkennileg lítil spor, líkust því, að þau væru eftir eitthvert kvikindi. Þetta varð til þess, að eg fór að gefa fótstallinum betri gaum. Hann var úr bronsi, eins og eg hefi víst sagt ykkur. Hann var ekki sléttur eins og ein hella, heldur drifinn allskonar skrauti og flúri og á öllum hliðum voru spjöld greypt í hann. Eg sló á spjöldin og fann að holt var undir. Þegar eg athugaði enn betur sá eg, að spjöldin voru ekki áföst umgerð- unum. Ekki voru þó nein handföng eða skráargöt, en samt gat vel verið, að þessi spjöld væru í raun og veru hurðir, sem væru læstar innan frá. Og eitt þóttist eg nú sjá í huga mér. Það þurfti í raun og veru ekki heldur mikinn skarpleika
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.