Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1923, Page 112

Eimreiðin - 01.01.1923, Page 112
108 TÍMAVÉLIN ElMREIÐItf áfram að sofa einn út af fyrir mig, hvernig sem Vína grát- bændi mig að skilja ekki við sig. Henni þótti mjög mikið fyrir þessu, en loks fór svo, að þessi einkennilega ást hennar á mér sigraði, og fimm af nótt- um þeim, sem við þektumst, og þar á meðal síðustu nóttina svaf hún hjá mér og hafði handlegginn á mér að svaefli. En nú er eg að missa söguþráðinn. Það mun hafa verið nóttina áður en eg bjargaði Vínu, að eg vaknaði í birting. Eg hafði sofið órólega og dreymt vonda drauma. Þótti mér sem eg væri að drukna en sædýr drógu blaula og slepjuga fálmarma um andlitið á mér. Eg hrökk snögglega upp úr svefni og þóttist verða var við, að eitthvert gráleitt kvikindi hefði verið að skjótast út frá mér. Eg reyndi að sofna aftur en var órótt og leið illa. Það var á þeim tíma morguns þegar fyrsta skíman er að nálgast og hlutirnir eru að smá skreiðast út úr myrkr- inu, en alt er litlaust og stórskorið en þó draugalegt. Eg reis á fætur og gekk niður í stóra anddyrið og svo út á steinriðið stóra frammi fyrir húsinu. Hugsaði eg mér að eg skyldi gera gott úr öllu og sjá nú sólarupprásina. Tunglið var að ganga undir, og síðasti bjarmi þess blandað- ist fyrsta fölva dagsbrúnarinnar svo að birtan var einkennilega draugaleg. Trjárunnarnir voru biksvartir, jörðin grámygluleg og loftið litlaust og dapurlegt. Og þegar eg leit upp í hæðina þóttist eg sjá drauga. Þrisvar sinnum þóttist eg sjá hvítt kvik' indi, líkast apa, hlaupa eitt sér upp eftir brekkunni. Og í eitt skifti sá eg, fast við rústirnar, hóp af þeim, og báru þeir eða drógu eitthvert dökt flykki. Þeir voru á mikilli ferð. Eg vissi ekkert, hvað af þeim varð. Þeir sýndust hverfa í runnana. Eins og þið skiljið var dagsbirtan ekki mikil orðin. Mér leið eins og ykkur hefir ef til vill stundum liðið að morgni dags- Mér var hrollkalt og ónotalegt og var ekki nema að nokkru íeyti með sjálfum mér. Eg trúði ekki eigin augum. Þegar roðinn tók að vaxa á austurloftinu og dagsljósið fór að streyma yfir láð og lög og varpaði sinni marglitu blaeju yfir náttúruna fór eg að litast enn betur um. Sá eg þá ekki örmul af þessum hvítu kvikindum. Það var hálfrökkrið, sem hafði skapað þau. »Það hafa verið draugar«, hugsaði eg; »fra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.