Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 36
340 SAGA ÚR SÍLDINNI eimreiðin ekki þessa daga út úr hinum helgu véum heimilisins til þess aÖ taka á móti dýrðinni. Mæðurnar stinga hvítvoðungunum niður í vöggurnar og fara út til að kverka, heimasæturnar hlaupa flaumósa frá saumaborðunum og ókurteisum nálunum, sem hafa stungið út og inn drauma þeirra gelgjuárin öll, og piparmeyjarnar hafa sprottið upp mitt í hálfsagðri sögu og eru hlaupnar burt frá könnunni og pokanum í könnunni. Bát- arnir halla kinnungunum að bryggjuviðunum eins og elsk- hugar, og þar standa karlmennirnir með háfa, á kafi í dýrð- inni, æstir og hreistrugir og skófla glitrandi undrafiskinum upp í kassana á bryggjunni, en konurnar bíða reiðubúnar með hnífana. Hvílíkur fögnuður, hvílíkur handagangur. Eftir seytján ára fjarvistir er Drottinn aftur í bænum. Það er ekki nema ein hugsun, sem hugsuð er í bænum, eitt orð, sem talað er, eða réttara sagt: utan um þetta eina orð snúast öll önnur orð og allar aðrar hugsanir: síldin. Það, sem nefnt var gull í Klondyke, heitir síld á fjörðunum. Það er talað um þessa blessaða skepnu í hverju eldhúsi og í hverjum kálgarði, það er talað um hana við lækinn og á vega- mótunum og í fjörunni. ]afnvel í stofum prestsins, læknisins og sýslumannsins heyrist ekki annað en síðustu nýjungar af síldinni. Fyrir hálfum mánuði síðan lá þorpið í seytján ára gamalli fordæmingu, en nú er sagt í bankanum, að síðusíu vikurnar hafi miljón króna auður verið sóttur í gin hafsins. Fyrir hálfum mánuði síðan stóð þurrabúðarmaðurinn á tún- skæklinum sínum og var með hverjum gáranum ákveðnari í að segja sig til sveitar, því sprettan hafði brugðist, og hann þóttist sjá í hendi sér, að tuggan af blettinum mundi aldrei hrökkva til að fóðra þessa hálfu belju, sem hann átti í félagi við mág sinn. Nú hafði síldin haft gagnger endaskifti á þess- ari svokölluðu tilveru, sem mest hafði plágað fólk hér í þorp- inu; fjörðurinn virtist ótæmandi, og hlutur tómthúsmannsins mundi ekki aðeins nægja til að grynna á skuldunum, heldur gera hann mann til að kaupa sér nóg brennivín um jól, ef ekki brygðust líkurnar fyrir haustsíld. Á örstuttum tíma gerast svo margir örlagaþrungnir við- burðir, að þeir mundu nægja til þess að breyta hverjum meðalannálum í tröllalegustu dæmisögur, ef nokkur gæfi þeim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.