Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 14

Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 14
EIMREIÐIN hátt lapa fyrirtæki, sem framleiða til sölu innanlands í sam- keppni við innfluttan varning, að því marki, sem verðbólga á Islandi er meiri en í helztu viðskiptalöndum okkar. Hins vegar hagnast neytendur innfluttra vara og þeirrar innlendu framleiðslu sem á í samkeppni við innflutning, svo og náms- menn og ferðamenn erlendis. I fáum orðum, þá leggur verðhólgan skatt á allar þær at- vinnugreinar, sem afla erlends gjaldeyris, en veitir niðurgreiðslu á innflutningsneyzlu og á annarri eyðslu gjaldeyris. Sjávarút- vegurinn hefur þrifizt sæmilega vel við þetta kerfi, vegna mik- illar framleiðni, en það hefur orðið þróun annarrar útflutnings- framleiðslu, framleiðslu iðnaðarvara fyrir innlendan markað, og ferðamannaþjónustu alvarlegur fjötur um fót. Þar sem sjáv- arafli kann nú að vera kominn í hámark og óttast er um ofveiði, ])á ei hrýn nauðsyn á öflugu átaki til að auka fjölhreytni i úlflutningi. Slíkt mun, hins vegar, einungis vera framkvæm- anlegt, ef önnur hagstjórn verður tekin upp í stað þeirrár, sem orsakað hefur verðbólgu eftirstriðsáranna. — Er ekki hægt að vinna bug á verðbólgu með strangari vcrðlagsákvæðum og bættu verðlagseftirliti? — Islenzka hagkerfið er methafi Vestur Evrópu í verðbólgu á síðustu 30 árum, þrátt fyrir verðlagsákvæði, sem vart eiga sinn líka, og verðlagseftirlit sem er strangara en víðast annars staðar. Þetta ætti ekki að koma mönnum á óvart, þvi að verð- lagsákvæðum og eftirliti er stefnt gegn afleiðingum verðbólgu, en ekki orsökum. Ef verðlagsákvæði væru meinlaus, jafnframt þvi að vera gagnslaus, myndi litlu skipta þótt þeim yrði haldið áfram. Þessu er þó ekki svo farið, og mun vandfundinn sá hagfræðingur sem mælti því í mót, að verðlagsákvæði og eftir- lit, sem ríkt hafa á Islandi, hafa stórskaðað hagkerfið og stuðlað að óhagkvæmni i rekstri atvinnulifsins. Stjórnmálaástæður hafa margsinnis ráðið því, að framleiðslu- og þjónustufyrirtæki hafa verið nevdd til að starfa við allsendis ófullnægjandi afrakstur, samtímis því að óhóflegar kauphækkanir liafa átt sér stað. Það er því ekki að furða, að ein helzta afleiðing verðlagsákvæða hefur verið sivaxandi samþjöppun fjármagnsvalds í hendur hankakerfisins, jafnframt þvi, að dregið hefur verið úr vaxta- möguleikum hinna ýmsu atvinnugreina. Án viðunandi afrakst- urs og fjárhagsstöðu atvinnufyrirtækja, er ekki sá grundvöllur fyrir hendi, sem er forsenda hagvaxtar á komandi árum. Verð- lagsákvæði ættu því að vera afnumin með öllu. Verðlag myndi vafalaust hækka i upphafi, en jafnvægi myndi brátt komast á, er lögmála markaðskerfisins færi að gæta. 106

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.