Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 24

Eimreiðin - 01.04.1974, Síða 24
EIMREIÐIN að einblínt hefur verið á tekjugildi hinna ýmsu skatta, en hinum efnahagslegu áhrifum þeirra hefur verið lítt sinnt. Áhrif þessi hafa verið sérstaldega neikvæð í iðnaði og öðrum rekstri, þar sem ágóði til skattlagningar hefur jafnan vexáð ofmetinn og ofskattaður, vegna þess að fyrirtækjum hefur vei’ið gert að afskrifa eignir á kaupverði en ekki á endurnýjunarverði. Aðstöðugjaldið er þó eitt skj'rasta dæmið um skattlagningu, sem er algjöi’lega óréttlætanleg hagfi’æðilega séð. Þar sem á- góði er mjög misjöfn hlutfallstala af heildarveltu hinna ýmsu fyrirtækja, þá er veltan sjálf engin vísbending um skatlþol þeirra. Ilinna neikvæðu efnahagslegu áhrifa aðstöðugjaldsins gælir einna mest, þar seixx um ströng verðlagsákvæði er að ræða. 1 iðnaði og verzlun örvar aðstöðugjaldið myndun litilla, óhagkvæmra rekstrareininga, því að það leggst þyngst á fyrii’- lælci, senx byggja rekstur sinn á mikilli veltu, jafnframt lágri álagningu. Það er vitaskuld liinn almenni neytandi, sem skað- ast mest á slíkri stefnu, vegna liærra vöruverðs. Að ofan var gert að umtalsefni, að verðbólgukerfið sjálfl leggur í raun skatta á ýmsar greinar liagkerfisins, til hagsbóta fyrir aðrar greinar og einstaklinga; „skattlagning“ sjávarxit- vegs var nefnt sem gott dæmi um þetta, svo og lífeyrissjóða og sparifjái’. Að auki, eru áhrif ýnxissa aðgerða stjórnvalda svipuð; t.d. jafngilda há innflutningsgjöld skatti á sjávarútveg og aðra útflutningsatvinnuvegi, þar senx þau koma i stað raunhæfara gengis. Innflutningsbann á landbúnaðax’vörur jafngildir einnig skatti á neytendui’, að svo miklu leyti sem það leiðir af sér hærra verð á innlendum landbúnaðarafurðum. Skattakerfið er ekki einungis tæki lil að skapa tekjur fyrir ríki og sveitafélög, heldur her að líta á það sem öflugt félags- og hagstjórnartæki. Skattakerfi það, senx við búunx við, hefur þróast í rás timans, án þess að vera grundvallað í lieildar- marklýsingu skattastefnu, og því er ekki neinn viðurkenndur mælikvai’ði á sanngii’ni og hagkvæmni kex-fisins. Grundvallar- endui’skoðun og umbætur á skattakerfinu er því ekki unnt að skilja fi’á þeirri heildarendurbót á hagkei’finu, sem nauð- svnleg er, til að koma á stöðugra vei’ðlagi. Þegar haft er í huga, að verðhólgnkerfið er róigróið á Islandi, er raunhæft að stefna að stöðngu verðlagi? — Vandinn er ekki hagfræðilegur, heldur pólitiskur. Stjórn- völdum er auðveldara að beita bráðabirgðalausnum fi’ekar en að ráðast í heildarlausn verðbólguvandans. Þar sem slíkar bráðabirgðalausnir hafa oft náð tímahundnum árangri, ]xá er vissulega hætta á því, að nú verði enn gripið Ii 1 ófullnægjandi 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.