Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1974, Side 63

Eimreiðin - 01.04.1974, Side 63
ÉIMREIÐlN Kosningaúrslitin sýna einnig, að líf Alþýðuflokksins hangir á bláþræði, og er því staða íslenzkra jafnaðarmanna jafnóljós og fyrir kosningar. Sigurvegari þessara kosninga var Sjálf- stæðisflokkurinn undir forystu Geirs Hallgrímssonar. Að vísu var sveiflan ekki eins mikil og í bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingunum fyrr á árinu, en flokkurinn má þó vel við una. Þessi úrslit bljóta mjög að styrkja forystu Geirs í Sjálfstæðisflokkn- um. Enginn hefur þurft að fara í grafgölur með, að þar í flokki bafa margir verið kallaðir, en fáir útvaldir. Dr. Gunnar Tlioroddsen befur mjög látið að sér kveða í baráttunni um forystuna og margir flokksmenn gengið honum á bönd. Ekki er ólíklegt, að þessi kosningaúrslit hafi riðið baggamuninn fyrir Geir í þessum átökum, þótt þau séu eflaust ekki öll. Þrátt fyrir mikinn sigur Sjálfstæðisflokksins héldu Fram- sóknarmenn sinni fyrri þingmannatölu og Alþýðubandalagið ])aúti við sig þingsæti. Sú spurning vaknar því, livort almenn- ingur bafi gert sér Ijóst bið raunverulega ástand efnahags- mála. Þar sem grundvöllur atvinnulífsins var brostinn eða í þann veginn að bresta, en almenningur ekki enn farinn að súpa seyðið af, þurfti nokkurt ímyndunarafl til að gera sér ljósa grein fyrir vandanum. Sú staðreynd blasir nú við, að fráfarandi vinstri stjórn gerði engar veigamiklar breytingar á því frjálsa bagkerfi, sem við- reisnarstjórnin reisti upp í kjölfar bafta- og skömmturíar. Þungamiðjan í þeim veikburða tilraunum, sem þó voru gerðar i þá átt, var að setja á laggirnar Framkvæmdaslofnun ríkisins. Ef undan ern skildar mjög þarfar skýrslur Hagrannsóknar- deildarinnar um ástand og horfur í efnabagsmálum, virðist l)essi stofnun ekki bafa haft nein afdrifarík bein afskipti af rekstri þjóðarbúsins. Það er jafnframt augljóst, að sú ríkis- stjórn, sem gerði skipulagshyggjuna að einkunnarorði, reynd- ist ófær um að viðhafa þá lágmarksáætlanagerð í fjármálum þjóðarinnar, sem nauðsynleg er. Hún virðist í ])essnm efnum standa frjálshyggjuflokkunum talsvert að baki. Nærtækustu skýringarnar á þessu skipulagsleysi sýnast vera reynsluleysi og vanþekking á gangi efnabagsmála, valdabrölt einstakra ráðberra og ósamkomulag stjórnarflokkanna um beildarstefnu. Þegar þetta befti sér dagsins Ijós, er bugsanlegt að ný rikis- stjórn bafi tekið völdin. Ef lil vill er því ástæðulaust að spá um, bverjir eigi þar aðild að. Hins vegar er fróðlegt að reyna að ímynda sér, bvernig ný vinstri stjórn með þátttöku Alþýðu- 155

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.