Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1906, Blaðsíða 7

Ægir - 01.01.1906, Blaðsíða 7
ÆGIR. 71 Það liefir fyr verið vikið að því, að Fönikumenn verzluðu með salt og fisk og þeir höfðu líka fasl grundvallaða verzlun með föstum vörubjóðum og nauðsynja- birgðum. Það kemur ekki þessu máli við að tala um að þessi verzlun hafi seinna komist í hendur ítaliu og Feneyja, og samtímis orðíð til þess að leggja undir- stöðuna undir veg og veldi þessara staða. (Frh.). Eins og áður er getið hér í blaðinu gerðu nokkrir botnvörp- ungar frá Hull tilraun til að fiska í Hvíta- hafinu; tilraunin hepnaðist þá vel, sér- staklega fékst mikið af lúðu; síðan hafa fleiri tilraunir verið gerðar sem hafa gef- ist misjafnlega. í »Fish Trades Gazette« er þess gelið að þetta muni tæplega vera tfl vinnandi. í fyrsta lagi taki það lengri tima að senda skip sin |)angað en upp lil tslands, og í öðru lagi sé fiskurinn sem þar veiðist ekki eins góður og' við ísland sérstaklega isa og koli. Fiskiveið- ai ei ekki hægt að stunda þar meir en 4 mánuðu, júni — sept., því frá byrjun okt. til maímánaðarl. hindrar svartnætti, is og illviðri, gersamlega að stunda veiðar. Fetla saman lagt gerir því það að verkum að fiskiveiðar botnvcrpuskipa frá Englandi, um þessar slóðir, verða ekki reknar til neinna muna, og sízt með eins glæsilegum árangri eins og gert var ráð fyrir í fyrstu. Aftur á móti er mjögliklegt að eigend- ur enskra botnvörpuskipa sendi skip sin fil Spanarstranda, sérstaklega útgerðar- menn frá Hull, því tilraunir þær, sem það- an verið gerðar, hafa hepnast mjög vel. Árið 190í> sem nú er liðið, má að inörgu leyli telj- ast eill af merkustu árum sem komið hafa síðan land bygðist. Blöð og tíma- rit liafa áður rækilega tekið fram og talið upp, hina merkustu viðburði sem komið hafa fyrir á því, svo »Ægir« virðist óþarfi að fara nákvæmlega út í þau atriði. Að eins viljum vér geta þess að þetta liðna ár cr merkilegt að því að Islendingar hafa komist í samband með ritsíma við um- heiminn. Fiskiveiðasjóðurinn heíirverið slofnaður; eitt hið þarfasta fyrirtæki sem á komandi tímum mun veita atorkusöm- um og duglegum mönnum styrk og upp- öi’lun til að færa sér fiskiveiðarnar sem hezl í nyt, og g'era sér þær arðsamlegar. Arsæld hefir verið til lands og sjáv- ar, auðvitað getur þetta ár jafnvel ekki talist meir en tæplega meðal fiskiár. en aflur á móti hetir allur fiskur ogfiskiafurð- ir staðið í svo háu verði, að slíks mun varla dæmi, síðan land bygðist. Slys og mannskaðar á sjó hafa verið mjög litlir, en skipströnd nokkur, þar á meðal um 8 enskir og þýzkir botnvörp- ungar,sem farist hafa hérvið land á árinu. í Hafnarfirði fiskuðusl nokkrar tunnur af Upsa í fyrirdrátt, rétt fyrir jólin og kom það í góðar þarfir i fiskileysinu. Á Suðurnesjum hefur verið góður alli, þegar róið hefir verið og eins i Grindavík. Tveir mótor- bátar úr Reykjavík eru nú farnir suður í fiskitúr, til að reyna að bæta úr fiski- skortinum í höfuðstaðnum. Félagið „Aldan“. Á aðalfundi miðvikudaginn 10. jan. síðastl. lagði stjórn félagsins lram reikn- ing yfir tekjur og gjöld »Styrktarsjóðs

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.