Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1906, Blaðsíða 4

Ægir - 01.06.1906, Blaðsíða 4
128 ÆGIR. Aflabragöa-annálar. (B'ramh.) 1787 vetur hinn bezti fram yfir páska. Vor hart, ógæft- ir s. en fiskafli þar góður (hin mesta laxveiði). 88 vetur kafaldssamur. Harðindi n.a. á landi. Hið mesta fiskiár á Suðurnesjum og gott viða, pótt stormasamt væri og ógæftasamt. 89 vetur harður eftir nýár, en betri s. hafís frá pvi fyrir jól kringuni Vesturland. Fiskiár ekki. 90 gott haust, frostamikill vetur, vor kalt og hafís umhverfis mestalt land og fiskileysi. 91 vetur liinn frostamesti, fiskiafli góður syðra, en þó nokkuð missagt um. Hafþök af ísum n. 92 vetur þungur n. og v. en betri a. og s., afli mjög lítill s., hákarlatekja mikil n. og síldargegnd á Eyjafirði. Is um vorið fyrir landi austur undir Horni. 93 vetur allgóður, snjóasamur n. og v.; fiskifátt, en mikill afli af sild og hrognke'sum á Eyjafirði. 94 meðalár um flest, þá fekkst mikill hlýri á Barða- strönd, 300 á bæ og meira. 95 vetur í meðallagi til þorra, en allgöður s. og v. hafís n., afli í meðallagi; mikla mergð hlýra raká Rauðasandi. 96 vetur harður og hriðasamur viðast, en góður síð- ari hluta, hafís n. og a., hart vor; fiskiafli til jafn- aðar í betra lagi. 97 vetur bliður, en veðrasamur; fiskiafli góður um sumarið n., en lítill í Múlasýsluum, þurrviðri og haust vindasamt. 98 vetur fyrst snjóasamur, síðan harður n., annar- staðar misjafn. Gæftir stirðar s. til páska, en síðan stillur og afli mikill víðast, nema í Hafnar- firði og n., en þar hindraði rekís afla. 99 vetur framan af harður, seinna góður og gottvor- 1800 vetur hinn bezti. 01 vetur góður til miðgóu, en þaðan af harður; mis- lægur afii og ógæftir stórar, vorfengur rnikill á Innnesjum, þegar gaf, og þegar róið varð fyrir lagnaðarísum, jafnvel meir en 900 stór, allvel kringum Jökul, í Bolungarvík töpuðust veiðarfæri af 30 skipum af ís, er fylti alla fjörðu. Vor kalt, afli næsta mikill i Múlasýs'um um sumarið og svo n., bátar i Eyjafirði fengu þá 300 af góðmm þorski á hálfum mán., en tví og þrihlaðið á degi skamt undan Sléttu og Langanesströndum, þar ei hafði lengi fiskast. Margt fengu norrænir menn í síldar- netum og laxavoðum í Hafnarfirði og ætluðu sum- ir af því, að síld mætti veiða víðar í fjörðum, en á Eyjafirði og svo var um hrognkelsaveiðar, að þær voru tíðkaðar á Innnesjum. 02 vetur mjög harður með hlotum á milli, isalög og hafísar v.. n. og a., vorkuldi, fiskitekja sumstaðar, heizt n., og slidarganga mikil á Eyjafirði. 03 miðveturinn góður, en misjafn endrarnær. Aflivíða lítili, liarðrétti. 04 |meðal vetur, en vor kalt] harðrétti enn, |því hafís !á við land langt fram á sláttj. 05 |vetur einhver hinn bezti, vor gott, gras-sumarið mikla] [Á Suðurlandi var fiskiár gott, en n. aflaðist í bezta iagi fiskur, heilagfiski og hákarl, líka síldin á Eyjafirði]. 06 vetur allharður; fiskafli lítill, því hann kom seint; en allgóður n. um sumarið, hákarlaafli mikill í Fljótum og á Sigluf., [og laxveiði góðj. 07 hafísar mjög miklir umhverfis alt land, nema á parti af Faxafióa og lagnaðarís mikill, vetur mjög harður, vor hart og sumar mjög ilt (fisklaust n.) |Hvarvetna var rír afii nema í Vestm.eyjum, ollu því að miklu leyti haf- og lagnaðarísar, samt fisk- aðist ve! um haustið s. og v. og síldarveiði rnikil víða kringum Eyjafjörð]. 08 vetur aliharður, og frostamikill, fátt um afla, kalt vor, hafis mikiii n. og þar fiskilaust, en aflasamt s. um haustið (fisklitið s. um veturinn?) 09 vetur ailgóður, afli litill s. á venjul. vertíð, fiski- leysi mikið úti á Nesjum, enginn afii n., afli mjög mikill s. (um haustið?) að gekk inn alt á grunn. [Sildarfengur var góður á Eyjafirði]. 10 vetur allgóður n., en harður s., afli góður fyrir Jökli og s. og hélst jafnan þegar róið varð, um suma 2 mikill afli s. og í Múlaþingi, þar fekk I skip á 5 6 dögum 9'/a hndr. Hallæri n. af fiskileysi og matvöruieysi, langvint. 11 vetur góður til þorra, menn lifðu þá á fiskinum einum saman s., en fisklaust n., litlir hlutir s., vor kalt og ilt; afii s. um sumarið og vorið? is mikill n., veiðiskapur enginn, hallæri. 12 vetur mjög harður, afli góður v., á góu kom logn- snjór s. og tók þá fyrir afla. Skip sökk af of- hieðslu á Látrum v., hákarlar náðust sumstaðar i vökum n. 13 afli nokkur fyrir Jökli, en lítill á Innesjum s. Vet- ur góður framan af, en viða mjög umhleypinga- samur, enginn afli n. um sumarið, lítill s. 14 vetur misjafn, en góður viðast og vo-ið, lítill afli s. nema í Vestmanneyjum afli mikill og v. björg- uðust menn við hvalreka. 15 vetur misjafn, gæftalítið undir Jökli, en aflalítið annarstaðar, vor kalt og þurt, sæmilegur afli v., afli nokkur n. um sumarið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.