Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1993, Blaðsíða 8

Ægir - 01.07.1993, Blaðsíða 8
Sveinn Sveinbjörnsson: / /n LO0NURANNSOKNIR OG VEIDIRADGJOF 199211993 00 1993/1994 1. Vertíöin 1992/1993 1.1 Aflakvótinn ó sumar- og haustvertíðinni 1992 Eins og svo oft liefur verið sagt frá áður er loðnan skammlífur fisk- ur. Þar af leiðandi standa aðeins tveir árgangar að veiði- og hrygn- ingarstofninum ár hvert og fer stærð hans að mjög miklu leyti eft- ir stærð nýliðunar árgangsins og vaxtarskilyrðum. Sú vinnuregla hefur verið við- höfð að ákveða fyrst veiðikvóta fyr- ir tímabilið júlí-nóvember. Ákvörð- unin hefur byggst á smáloðnumæl- ingum sumarið eða haustið á und- an. Nýtt líkan, sem byggir á haust- mælingum á ársgamalli smáloðnu og tveggja ára kynþroska- og ókyn- þroska loðnu, var í fyrsta skipti notað við ákvörðun á upphafs- kvóta fyrir vertíðina 1992/1993. Veiðikvótinn á tímabilinu desem- ber-apríl og þar með á vertíðinni allri hefur svo verið ákveðinn þegar tekist hefur að mæla stærð stofns- ins að hausti eða vetri. Haustið 1991 mældust um 60 milljarðar af ársgamalli loðnu og 74.5 milljarðar af 2ja ára fiski. Þetta svaraði til þess samkvæmt nýja spálíkaninu að veiðistofninn yrði um 1.4 milljónir tonna við upphaf vertíðar 1992/1993 og leyfilegur hámarksafli a.m.k. 800 þús. tonn miðað við venjulegar forsendur, um 400 þús. tonna hrygningarstofn og náttúruleg af- föll. í ljósi þess að eðii málsins samkvæmt eru öryggismörk slíkra líkana fremur víð var talið rétt að takmarka upphafskvóta við um 2/3 af spánni eða 500 þús. tonn þar til tekist hefði að mæla stærð veiði- stofnsins í október/nóvember 1992 eða janúar 1993. Hafrannsókna- stofnunin lagði því til að veiði- kvótinn á sumar- og haustvertíð 1992 yrði ekki stærri en 500 þús. tonn. Eiskveiðinefnd Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins samþykkti þessar tillögur og að loknum fundi með Norðmönnum og Grænlendingum í maí 1992 var ákveðið að fylgja þessari tillögu. 1.2 Loönuleit Norömanna í júlí og ágúst 1992. Norðmenn sendu eitt nótaskip til Ioðnuleitar á Jan Mayen svæðið dagana 14.-18. júlí. Leitað var á svæðinu milli 12°V og 15°V frá 71°N að miðlínu milli íslands og Jan Mayen. Vestan 15° v.l. var ekki hægt að leita vegna ísreks. Engin loðna fannst á sjálfu Jan Mayen svæðinu en skipið fékk loðnufarm í íslenskri lögsögu á stað 68°24'N og 16°24'V þann 16. júlí þar sem íslenskt skip var að veiðum. Enn- fremur fréttist af veiðanlegri loðnu í grænlenskri lögsögu á staö 69°00'N og 18°00'V. Þarna var fær- eyskt skip sem varð að hætta veið- um vegna rekíss. Dagana 24. júlí - 6. ágúst leitaöi rannsóknaskipið Michael Sars fra u.þ.b. 72°N og 10°V suðvestur uin að 67°50'N og 21 °V. Á þessari \eú varð einkum vart við loðnu 3 tveimur stöðum: 1. Beggja vegna miðlínu niiHj Is lands og Jan Mayen frá 69 a 69°30'N milli 11°20' og 15”°°' þar sem norsk skip voru að veið um. 2. Um og sunnan miðlínu miH' ^ lands og Grænlands frá 67 5 að68°30'Nmilli 19°og21”V. Ekki fundust neinar teljaI1 loðnulóðningar annars staðar. 1.3 íslensku haust- mœlingarnar Þann 13. október héldu raim sóknaskipin Bjarni Sæmundss^ og Árni Friðriksson til loðnulei ^ og mælinga á stærð loðnustotn ^ ins. Veiðar íslensku skipa^^f höfðu gengið mjög illa °8 vel^u Norðmanna og Eæreyinga *10 stöðvast í ágúst vegna þess hve ið fannst af loðnu. t. Að venju hófst leit úti a< c 8 LOÐNUVEIÐAR 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.