Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 48

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1962, Page 48
langt fram á nótt með trómetum, fíólum og bumbum og skotum af feldtstykkjunum 3 í senn, og þar til með skotum var svarað af konungsins skipi, sem lá á Sejl- unni. Þá geingu rachetter og fýrverk af um nóttina.“ I Vallholts-annál segir, að veizla liafi verið haldin „með prjáli miklu og fallbyssuskotum. Var þann dag lieið með sólskini.“ í þessum samtímabeimildum er ekki minnzt einu orði á tregðu íslendinga á Kópavogsfundi, en þeim mun meira gert úr veizluliöldunum. En livað var það þá, sem íslendingar undirgengust á Kópavogsfundi? Þeir „staðfesta og styrkja“ konungi „sem einum full- komnum einvaldsstjórnara og arfaherra hans arfsrétt til íslands og þess undirliggjandi insuler og eyja“. I öðru lagi skrifa þeir: „Hér með afleggjum vér fyrir oss og vora erfingja og eftirkomendur allt það, sem í fyrri vorum friheitum, landslögum, Recess og Ordinanziu kann finnast að stríða í móti Majestatis rétti ellegar maklega má þýðast að vera í móti Majestatis réttri einvaldsstjórn og fullkomn- um ríkisráðum.“ Allt frá sáttargerðinni 1262 hafði konungur haft hið œðsta framkvæmdarvald, og æðsta dómsvaldi náði hann svo að segja strax. Með einvaldstökunni er konungi einnig fengið löggjafarvald Alþingis í hendur, jafnframl því, sem mjög eru styrkt völd hans vfir hinum tveim- ur öðrum greinum ríkisvaldsins. Eftir undirskriftina undir einvaldsskuldbindinguna rit- uðu hvorir um sig, leikmenn og klerkar, Friði’iki kon- ungi bi’éf, sem sjálfsagt hafa verið hugsuð sem eins kon- ar fyrirvarar um skuldbindingar þeiri’a. En þau bréf eru mai’klaus að lögum, þótt þau hafi vafalaust vei’ið gerö í samráði við höfuðsmann til að milda réttinda-afsalið. Aðalefni þeirra er, að látin er uppi von um, að ekkeri verði gert til þrengingar landslýðnum frá því, sem verið 46 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.