Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Qupperneq 21

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Qupperneq 21
stúlkna átti að hafa allt annan tilgang. Uppeldi þeirra átti að miða við það, að það væri frumskylda hverrar konu að gera lífið sem þægilegast fyrir karlmanninn og átti að innræta þeim slíkt frá fyrstu bernsku. Þótt liðnar séu meira en tvær aldir síðan bók þessi var skrifuð, þá hafa skoðanir þær, sem þar voru settar fram um uppeldi og menntun stúlkna, orðið býsna lífseigar og verið einn stærsti þröskuldurinn í vegi fyrir raunverulegu jafnrétti kynjanna. Það er mjög takmarkað hverju löggjöf getur áorkað í þá átt að breyta viðhorfum manna. Viðhorf manna mótast yfirleitt í barnæsku vegna áhrifa frá foreldrum, leikfélögum og skólum. Löggjöf getur haft áhrif á skóla og skólastarfið, en hvað foreldra og leikfélaga snertir þá verður að reyna að sannfæra þá um að viðhorfsbreytingar séu æskilegar. Uppeldi og menntun skipta miklu máli um mótun viðhorfa barna til jafnréttismála. Það er því afar mikilvægt að kennslubækur og önnur kennslutæki viðhaldi ekki hefðbundnum skoðunum í jafnréttis- málum. Að þessum málum er unnið á öllum Norðurlöndunum. 1 7. gr. ísl. jafnréttislaganna segir: „1 skólum og öðrum mennta- og uppeldisstofnunum skal veita fræðslu um jafnrétti kvenna og karla. Kennslubækur og kennslutæki, sem þar eru notuð, skulu vera þannig úr garði gerð og hönnuð, að kynjum sé ekki mismunað." Óhætt er að fullyrða, að flestir eru sammála um, að það er forsenda raunverulegs jafnréttis karla og kvenna að bæði kynin hljóti sömu menntun. Skipting á verklegu námi eftir kyni nemenda hefur átt drjúg- an þátt í að viðhalda skoðunum um mismunandi hæfni karla og kvenna. Þetta kemur skýrt fram í mismunandi starfsvali og framhaldsnámi unglinga. Það er því skylda skólanna að sjá um, að fullt jafnrétti komist á milli pilta og stúlkna í verklegu námi í grunnskóla og að hvetja nemendur til að afla sér góðrar starfsmenntunar. Atvinna. Menntunarskortur kvenna er stór þáttur í lágum launakjörum þeirra. Því er mikilvægt að sérstakt átak verði gert til að auka menntun kvenna m.a. með því að gera þeim auðveldara að afla sér menntunar. Jafnrétt- islög leysa ekki vanda hinna lægstlaunuðu. Það er verkefni aðila vinnu- markaðarins og stjórnvalda. Á öllum Norðurlöndunum eru nú komin lög, sem tryggja konum og körlum jöfn laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf og banna at- vinnurekendum að mismuna starfsfólki eftir kynferði. Laun og önnur 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.