Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Page 59

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1978, Page 59
Rlkissaksóknarar Norðurlanda á fundi i Reykjavík 12. september 1978. TaliB frá vinstri: Magnus Sjöberg (Svíþjóö), Risto Leskinen (Finnlandi), ÞórSur Björnsson, Lauritz Dorenfeldt (Noregi) og Per Lindegaard (Danmörku). — (Ljósm.: Emelía Björnsdóttir). svika. Hrd. XXVII bls. 9. 6. Það er algengt að fleiri menn fremji saman vátryggingarsvik. Á íslandi er þó aðeins að finna eitt tilvik, þar sem hópur manna hefur á skipulagðan hátt framið vátryggingarsvik og tilraun til þeirra í stórum stíl. Þetta gerðist á árunum 1945 og 1946. Sjö menn frömdu á þessu tímabili margar stórhættu- legar íkveikjur í húsum bæði í Reykjavík og nágrenni og gerðu ennfremur áætlanir um að kveikja í enn fleiri húsum og að sökkva bát — í því skyni að fá tryggingarfjárhæðir húsa, báts og varnings í þeim greiddar. Tveir menn komu fram sem leiðtogar hópsins. Hrd. XIX bls. 1. Á árinu 1977 voru þrjár ákærur gefnar út á hendur mönnum fyrir vátrygg- ingarsvik og tilraun til þeirra. i tveimur tilvikum reyndi bifreiðareigandi, sem hafði lánað ökuréttinda- lausum manni bifreið sína, sem síðan ók henni út af þjóðvegi og eyðilagði hana, að fá tryggingarfé bifreiðarinnar greitt og í bæði skiptin tilkynnti eigandi bifreiðarinnar tryggingarfélaginu með bréfi að hann hefði ekið bif- reiðinni. Ákærur útgefnar 31. október og 6. desember 1977. i einu tilviki tók maður farangurstryggingu í nafni annars manns, sem var að fara til Danmerkur og Noregs, og sendi síðan tryggingarfélaginu falsað bréf frá ferðamanninum, þar sem tilkynnt var að farangurinn hefði glatast. Brotamanninum tókst að fá kr. 100.000,— greiddar hjá tryggingarfélaginu áður en upp komst um brotið. Ákæra útgefin 3. janúar 1977. 153

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.