Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1979, Blaðsíða 3
rnmtri- <s liW.iit i:mv.\ 2. HEFTI 29. ÁRGANGUR ÁGÚST 1979 DAUFLEGT Á ÞINGI Á Alþingi 1978—79 voru samþykkt 82 lagafrumvörp og 20 þingsályktunar- tillögur. Lög um húsaleigusamninga nr. 44/1979 eru veigamesti bálkurinn, sem kalla má lögfræðilegan að efni. En einnig er ástæða til að minna á lög nr. 56/1979 um dómvexti, breytingar á lögunum um meðferð opinberra mála í lögum nr. 53/1979, en sú breyting er um skipun réttargæslumanns eftir handtöku, og á breytingar á Hæstaréttarlögunum, lögtaks-, skipta-, lögræðis- og hjúskaparlögum og á ný lög um uppsagnarfrest verkafólks og laun í for- föllum. Ýmis lög frá þinginu á síðasta vetri varða efni, sem lögfræðin lætur sig varða, þó að þau séu ekki daglegt viðfangsefni lögfræðinga. Meðal slíkra laga eru lögin nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Af þingsályktunum er á þessum vettvangi helst að minnast ályktunar 8. maí um mannréttindasamninga Sameinuðu þjóðanna, en þeir hafa síðar verið fullgiltir af islands hálfu, og ályktunar 23. maí um endurskoðun meiðyrða- löggjafar. Það vekur athygli, að meðal stjórnarfrumvarpa, sem ekki urðu útrædd, voru frumvarp um afborgunarkaup, frumvarp til barnalaga, sem flutt var í fjórða skipti, og frumvarp um aðgang að upplýsingum hjá almannastofnunum, sem var lagt fram í annað sinn. Ekki fékk þingmannsfrumvarp um breytingar á fóstureyðingarreglunum heldur afgreiðslu, þó að það hafi fjallað um mál, er nýlega var á dagskrá vegna nýrra laga. Að sjálfsögðu geta þingmenn með fullum rétti haft sínar skoðanir á efni þessara frumvarpa. Það ætti, ef vel væri, að leiða til góðra umræðna og breyt- inga á frumvörpunum eða þess, að mál séu afgreidd með öðrum hætti að undangengnum skýringum. Alltof oft er þó ógerlegt að sjá af þeim gögnum sem frá Alþingi koma, hvers vegna mál ná ekki fram að ganga. Hitt er einnig umhugsunarefni, hve víðtækt valdframsal felst í ýmsum lögum, sem sett eru. Ný lög voru til dæmis sett á síðasta vori um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála, lög nr. 63/1979. Þau eru sama marki brennd og fyrri lög um þetta efni frá 1960, að efni þeirra er að gefa stjórnvöldum svotil alfrjálsar hendur við setningu almennra reglna og ákvarðanatöku. Munu 49

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.