Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Síða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1983, Síða 21
fulltrúa hans á jörðinni, páfann í Róm. Leiðist konungurinn út í harð- stjórn, hið versta stjórnarform sem til er, hefur þjóðin rétt til að fjar- lægja hann frá völdum. „Eins og grenjandi ljón og gráðugur björn, svo er óguðlegur drottnari yfir lítilsigldum lýð“, — segir í Orðskviðum Saló- mons (28,28). Hugmyndir miðaldanna breyttust einkum á 17. öld þegar farið var að líta á menn sem gráðugar vélar og á ríkisvaldið sem tæki til að halda þessum skepnum í skefjum og ríkinu í böndunum. Þetta gerðist í Bret- landi á 17. öld. Þar var upplausn og ófriður í eina þrjá áratugi. Hinni „dýrlegu byltingu“ lauk svo, að skapaður var vettvangur þar sem full- trúar stéttanna í landinu leiddu saman hesta sína. Þingið varð smám saman æðsta vald í landinu. Það setti lög. Frá árinu 1707 hefur Breta- konungur ekki synjað staðfestingar á lögum, sem þingið hefur sam- þykkt. Konungur fór að taka tillit til vilja þingsins við val á ráðherrum, unz sú venja skapaðist að ríkisstjórn yrði að njóta stuðnings meiri hluta þings og að ráðherrar væru valdir úr hópi þessa meirihluta. Þannig myndaðist á Bretlandi það sem kallað er stjórnarskrárbundið einveldi (constitutional monarchy). EINVELDI I DANMÖRKU Á meginlandinu æxluðust þessi mál nokkuð á annan veg. Kröfum vax- andi borgarastéttar um íhlutunarrétt um stjórnarmálefni var mætt með því að herða á einveldi konunga og keisara. I september 1660 stóð illa á fyrir konunginum í Danmörku, því að ríkiskassinn var tómur. Hann kallaði þá saman 200 fulltrúa hinna þriggja stétta, aðals, klerka og borg- ara til ráðstefnu í Kaupmannahöfn. Hún átti að segja til um, hvernig ætti að útvega peninga til að greiða ríkisskuldir og afla tekna til að standa straum af kostnaði við hirð og her. í ljós kom, að málið var mjög eldfimt. Aðallinn krafðist skattfrelsis. Þá snerust fulltrúar hins geist- lega valds á sveif með borgurum og kröfðust þess að jafnt gengi yfir alla. Borgarar létu í ljós hugmyndir um ýmsar endurbætur á stjórnkerf- inu og á fjármálastjórn ríkisins. Aðalsmenn létu þá undan og sam- þykktu neyzluskatt og stimpilgjöld. Þeir létu og í ljós hugmyndir um sparnað, einkum á útgjöldum til hersins, og varð þingheimur sammála um þær. Hirðin og yfirstjórn hersins töldu sér ógnað með þessu. Kon- ungur leitaði fyrir sér um samkomulag við klerka og borgara, og sáu þeir ekki annað ráð vænna, til að koma í veg fyrir innanlandsófrið, en að samþykkja erfðaeinveldi konungs. Aðallinn var andvígur þessu, en lét þó undan síga, og samþykkti einveldið með því skilyrði að öll for- réttindi hinna æðri stétta væru óskert. Þann 18. október var Friðrik 75

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.