Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1994, Blaðsíða 62
töluliðir fjalla um kröfur sem njóta aðfararhæfis samkvæmt öðrum réttarheim- ildum. Nokkurt álitaefni er hvemig skuli fara með nýjar aðfararheimildir sem lögfestar eru eftir setningu AFL og ekki falla samkvæmt orðanna hljóðan beint undir einhvern töluliðanna í 1. mgr. Nefna má tvær lagaheimildir, 3. mgr. 9. gr. laga nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna og 1. mgr. 13. gr. laga nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma, sem kveða á um aðfararhæfi án þess að hægt sé að fella þau tilvik beint undir töluliði 1. mgr. 1. gr. AFL. Það er hins vegar nauðsynlegt til að ljóst sé hvernig staðið skuli að framkvæmd aðfarar og undirbúnings- aðgerðum, svo sem hvort nauðsyn beri til að birta greiðsluáskorun og hvort beina þurfi aðfararbeiðni til héraðsdóms til áritunar. Ef ekki er kveðið á um það í nýjum aðfararheimildum undir hvaða tölulið l. mgr. 1. gr. þær falli verður að telja að lögskýringan'eglur leiði til þess að þær falli undir þann flokkinn sem gerir ráð fyrir vönduðustum undirbúningi aðfarar. Fleiri en einn töluliða 1. mgr. gætu komið til greina og er því æskilegt að tekið sé af skarið í lögum um það efni. 3.2 Sending aðfararbeiðna til héraðsdóms I 1. mgr. 11. gr. AFL er kveðið á um það í hvaða tilfellum þörf sé á að senda aðfararbeiðni og fylgigögn til héraðsdómara til áritunar um aðfararhæfi áður en hægt sé að beina henni til sýslumanns. Rökin fyrir því að fjárkröfur sem fjallað er um í 1.-4. tölulið 1. mgr. 11. gr. þurfi skoðun héraðsdómara áður en til aðfarar kemur eru einkum þau að meginreglan er sú að dómstólar taka ákvörðun um það hvort aðför megi gera fyrir kröfu. Tilgangur lagaákvæðisins er að ódæmdar kröfur sem njóta að- fararhæfis fái skoðun hjá dómara áður en aðför er heimiluð. Undantekningar eru ekki gerðar frá meginreglunni nema til sé að dreifa mjög skýlausum rétti gerðarbeiðanda. Slík tilvik eru sáttir gerðar fyrir yfirvöldum, kröfur samkvæmt skuldabréfum, víxlum eða tékkum og loks skattkröfur. Sáttir og viðskipta- bréfskröfur má sanna með þeim sjálfum, þ.e. þær eru skriflegar en skattkröf- urnar er hins vegar byggðar á vandaðri meðferð innan stjórnkerfisins. Kröfur samkvæmt 1.-4. tölulið 1. mgr. 11. gr. sem þurfa áritun héraðsdóm- ara fyrir aðför eru að mati greinarhöfunda ekki það frábrugðnar framan- greindum kröfum að rök séu til þeirrar þyngslalegu meðferðar sem reynslan hefur sýnt að felst í skipan mála samkvæmt 11. gr. AFL. Kjarni málsins er að þessi aðferð er óþörf. Fyrst búið er að stíga skrefið til hálfs ætti að vera óhætt að stíga það til fulls og fá þessum kröfum óskorað aðfararhæfi. Kröfurnar njóta þegar aðfararhæfis án dómsmeðferðar sem sést m. a. af því að áritun um aðfararhæfi hefur engin res judicata áhrif sbr. 4. mgr. 15. gr. AFL. Því felst einungis í þessari skipan að ætlast er til að fornt sé skoðað af lögfræðingi áður en beiðni fær framgang. Þá könnun eru sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra færir um að framkvæma áður en fjárnám er afráðið. 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.